Senda inn efni

Eldri fréttir

18. april kl.08:07 | eyjar.net

Fjórar ferðir til Landeyjahafnar í dag

Brottför frá Vestmannaeyjum 08:00, 11:30, 17;30 og 20:30
Bottför frá Landeyjahöfn 10:00, 13:00, 19:00 og 21:30
 
Rútur verða skv. áætlun Strætó sjá nánar á straeto.is
17. april kl.14:11 | eyjar.net

Eimskip reiðubúið að ganga til samninga við Vegagerðina um rekstur Herjólf

Eimskip er reiðubúið að ganga til samninga um áframhaldandi rekstur Herjólfs enda telur félagið sig hafa í tvígang lagt inn lægsta gilda tilboðið í verkið.
 
Eimskip kærði frávísun fyrra tilboðs félagsins þar sem ástæða frávísunar var að mati félagsins ekki réttmæt og ekki í samræmi við þau lög sem um opinber útboð gilda.
30. mars kl.14:51 | eyjar.net

Samstarfssamningur milli Knattspyrnudeildar ÍBV og VÍS

Undirritaður hefur verið samningur milli Knattspyrnudeildar ÍBV og VÍS þess efnis að VÍS mun sjá um að tryggja alla leikmenn meistaraflokks ÍBV og í leiðinni gerist VÍS styrktaraðili ÍBV. Markmið VÍS er að leggja sitt af mörkum til að styðja íBV til góðra verka í efstu deild með von um áframhaldandi baráttu á toppnum.
29. mars kl.09:40 | eyjar.net

Sala á flugi um verslunarmannahelgina hafin til Eyja

Flugfélagið Ernir hefur hafið sölu á flugi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Nú þegar hefur myndast töluverð eftirspurn og hefur verið bætt við fjölda fluga bæði á föstudeginum 3. ágúst og mánudeginum 6. ágúst.
 
15. mars kl.10:50 | eyjar.net

Aukaflug á morgun hjá Flugfélaginu Ernir

Flugfélagið Ernir hefur sett upp aukaflug til Eyja á morgun föstudaginn 16. Mars. Farið verður frá Reykjavík 14:30 og frá Eyjum 15:15. Fólk er kvatt til fylgjast með upplýsingum um aukaflug o.fl á facebook síðu Ernis.
 
5. mars kl.12:53 | eyjar.net

Kynningarfundur í eyjum fyrir atvinnurekendur

Nú stendur yfir sameiginlegt átak samtaka atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins sem ætlað er að fjölga störfum fyrir atvinnuleitendur í landinu. Átaksverkefnið nefnist "Vinnandi vegur" og stendur yfir á tímabilinu 15. febrúar - 31. maí 2012.
5. mars kl.09:58 | eyjar.net

ÍBV og Kaupás gera samstarfssamning

Á dögunum skrifuðu forsvarsmenn ÍBV-Íþróttafélags og Kaupáss undir samstarfssamning til tveggja ára. Kaupás kemur með samningi þessum myndarlega að starfi knattspyrnudeildar ÍBV auk þess sem að fyrirtækið styrkir barna og unglingastarf félagsins.
20. febrúar kl.12:13 | eyjar.net

Fljúgum á bikarleikinn

Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að bjóða Eyjamönnum að fljúga ódýrt á bikarleik IBV kvenna í Laugardalshöll 25. Feb nk. Hægt er að bóka miða fram og til baka á laugardaginn fyrir 17.000 á mann fram og til baka með sköttum.
10. febrúar kl.16:30 | eyjar.net

Laugardagsfundur í Eyjum

Gestur: Sighvatur Jónsson, fjölmiðlamaður

Gestur laugardagsfundar í Ásgarði, laugardaginn 11. febrúar, verður Sighvatur Jónsson, fjölmiðlamaður.
 
Á fundinum mun Sighvatur fjalla um fjölmiðla á landsbyggðinni og starf sitt á þeim vettvangi.
10. febrúar kl.16:21 | eyjar.net

Afanum frestað til 18. maí

Af óviðráðanlegum orsökum þarf að fresta einleiknum Afinn þar sem Sigurður Sigurjónsson fer einfaldlega á kostum. Sýninginn átti að vera á morgun, þann 11. febrúar en verður færð til 18. maí. Þeir sem voru búnir að kaupa miða í forsölu geta notað miðana þann 18. maí en ef endurgreiðslu er óskað þá er hægt að fara í Axel Ó strax eftir helgi og fá endurgreitt.
10. febrúar kl.10:16 | eyjar.net

Heimildarmynd um þjóðhátíðina sýnd í Sagnheimum á laugardaginn

Sagnheimar, byggðasafn er opið í vetur á laugardögum kl. 13-16. Undanfarna laugardaga hafa verið sýndar nokkrar myndir úr frábæru heimildamyndasafni Páls Steingrímssonar (KVIK kvikmyndagerð). Laugardaginn 11. febrúar er komið að síðustu myndinni í þessari syrpu, myndinni Hátíð, þar sem fjallað er um Þjóðhátíð og mannlíf í Vestmannaeyjum á árunum 1980-1990. Myndin verður sýnd kl. 13:30 og 14:30. Heitt á könnunni.Allir hjartanlega velkomnir.
 
Aðgangseyrir: Tveir fyrir einn, ókeypis fyrir börn yngri en 15 ára.
3. febrúar kl.13:37 | eyjar.net

Óumflýjanlegt framhald Pabbans

Hvernig eru afar í dag? Þeir eru á besta aldri, í góðri stöðu, búnir að ala upp börnin og geta loksins notið lífsins eftir brauðstritið. Hipparnir eru orðnir afar, þeir eiga Harley Davidson í bílskúrnum og hlusta á Bítlana. En það blasa önnur, ný og erfiðari verkefni við: Gleraugu, flóknar fjarstýringar, Viagra töflur og síðast en ekki síst – barnabörnin.
31. janúar kl.13:31 | eyjar.net

Seinkun á komu Herjólfs til eyja

Vegna veðurs seinkar komu Herjólfs til Eyja í fyrri ferð til kl 15:30.
Áætlaður brottfarartími í seinni ferð er kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn skvæmt áætlun kl. 19:15.
 
Mæting brottfararfarþega er sem fyrr 30 mín fyrir brottför.
31. janúar kl.08:09 | eyjar.net

Illa er farið með réttarríkið og unga lýðveldið okkar í Landsdómsmálinu

Fréttatilkynning frá Eyverjum

Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, taka undir þau orð sem fram koma í þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins varðandi afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde. Sérstaklega skal bent á að með niðurstöðu Alþingis í málinu voru mannréttindi Geirs fótum troðin. Illa er farið með réttarríkið og unga lýðveldið okkar þar sem mannréttindi hafa alltaf verið í hávegum höfð.
24. janúar kl.10:36 | eyjar.net

Umræða um kynferðisofbeldi er mikilvæg og verður að vera á málefnalegum forsendum

Aðalstjórn ÍBV Íþróttafélags tekur fram að umræða um kynferðisofbeldi og baráttu gegn slíku ofbeldi á alltaf rétt á sér og mikilvægi slíkrar umræðu er aldrei ofmetið. Það er jafnframt mikilvægt að sú umræða einkennist af málefnalegum sjónarmiðum sem og jafnframt sé gætt að því að umræðan sem slík þjóni þeim hagsmunum sem unnið er að.
23. janúar kl.16:01 | eyjar.net

Viðvörun vegna fyrri ferðar þriðjudag

Viðvörun vegna fyrri ferðar Herjólfs þriðjudag.
Veðurspá er óhagstæð og því gæti mögulega þurf að fella niður fyrri ferð Herjólfs þriðjudag.
20. janúar kl.12:14 | eyjar.net

Goskaffi hjá ÁTVR

ÁTVR Átthagafélag Vestmannaeyinga Reykjavík stendur fyrir Goskaffi næstkomandi sunnudag klukkan 16:00 í Volcano Cafe Tryggvagötu 11.
20. janúar kl.09:15 | eyjar.net

Hefja á niðurrif Sólvangs næstkomandi mánudag

Ef veður leyfir, næsta mánudagsmorgun, 23. janúar og spáin tekur breytingum til hins betra fyrir þriðjudaginn, munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyja freista þess að hefja niðurrif á húseigninni Sólvangi að Kirkjuvegi 29.
Loka þarf þessum hluta götunnar, á meðan framkvæmdum stendur, við niðurrif og þá einnig bílastæði sunnan við Íslandsbanka, allt til að forðast tjón á fólki og eignum.
18. janúar kl.12:05 | eyjar.net

Síðarri ferð Herjólfs miðvikudag fellur niður vegna storms

Vegna storms sem nú gengur yfir suðurströndina neyðumst við til að fella einnig niður seinni ferð Herjófs í dag, miðvikudag.
 
Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í Textavarpi.
 
Nánari uppýsingar í síma 481-2800.

Sölu- og markaðstorg

Íbúð til leigu

23. júlí kl. 06:56 | Til leigu
Er með 82.fm. 2.herbergja íbúð í breiðholti til leigu.Hentar vel námi í vetur.Er laus í lok...

þjóðhátíðartjald og fl

22. júlí kl. 14:56 | Annað
Þjóðhátíðartjald,bekkur,borð,koffort og fleira til sölu.Allt selts í einum pakka. Tilboð ...

3 herbergja íbúð til leigu.

21. júlí kl. 23:49 | Til leigu
Frábær íbúð til leigu í miðbæ vestmannaeyja. 3 herbergja, allt nýlegt innandyra. Vonast er ...

Herbergi í langtímaleigu í vetur

21. júlí kl. 16:34 | Til leigu
Til leigu herbergi (fleiri en eitt) með sameiginlegri snyrtingu og eldhúsi í miðbæ Vestmannaeyj...

Studío Íbúð til leigu

21. júlí kl. 14:33 | Til leigu
Til leigu 35m2 stúdío íbúð. Komið er inní forstofu þar sem er eldhús og WC með sturtu....

vinnu á þjóhatið

19. júlí kl. 15:26 | Atvinna
óska eftir vinnu við ýmislegt á þjóhátið erum tvö sman 54ára og 56 siminn er 5723358 er v...

Óska eftir íbúð til leigu

18. júlí kl. 11:08 | Til leigu
Óska eftir íbúð til leigu í nokkra mánuði eða lengur allt kemur til greina uppl í síma 864...

Húsnæði óskast yfir Þjóðhátíð 2014

15. júlí kl. 22:39 | Til leigu
Erum sirka 8 manns á fertugsaldri og vantar okkur húsnæði (hús/íbúð) yfir þjóðhátíð 20...