Senda inn efni

Eldri fréttir

3. febrúar kl.14:30 | eyjar.net

Aumt yfirklór

Ragnar Óskarsson skrifar

Nú á dögunum varð það ljóst að sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum hafa hækkað leikskólagjöld lang umfram það sem almennt er verið að gera í fjölmörgum sveitarfélögum landsins. Þetta gera þeir á sama tíma og verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins leggja höfuðáherslu að sveitarfélög haldi álagningu á íbúa sína í lágmarki til þess að liðka fyrir kjarasamningum.
3. febrúar kl.08:15 | mbl.is

Sjálfstæðisflokkur með 62,2% fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex af sjö bæjarfulltrúm yrði kosið nú

Sjálfstæðisflokkurinn vinnur stórsigur og Vestmannaeyjalistinn geldur afhroð í sveitarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Könnunin var gerð dagana 15. til 23. janúar.
31. janúar kl.08:31 | visir.is

Samgöngumál. Vestmannaeyjahöfn – Landeyjahöfn

Kristján G. Eggertsson skrifar:

Undirritaður er áhugamaður um samgöngumál við Vestmannaeyjar og hefur starfað með hópi áhugafólks að bættum samgöngum milli lands og Eyja undir slagorðunum HORFUM TIL FRAMTÍÐAR.
 
Hópurinn boðaði til borgarafundar um samgöngumál í Vestmannaeyjum 18. apríl 2013, yfir fjögur hundruð manns mættu á fundinn.
Eftirfarandi kröfur voru settar fram á fundinum og samþykktar.
30. janúar kl.08:09 | visir.is

Minna vesen að leyfa fólki að vera eins og það er

„Þetta er sagan sem ég bjó til þegar ég þurfti að útskýra fyrir syni mínum sem er einhverfur og dóttur minni hvað röskun á einhverfurófi er,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, móðir 10 ára einhverfs drengs sem bjó til myndband þar sem hún segir sögu einhverfs sonar síns.
 
Hún bjó til myndbandið við söguna í þeim tilgangi að aðrir gætu skilið einhverfu betur. Myndbandið bjó hún upphaflega til fyrir styrktartónleika Einhugs sem er félag foreldra í Vestmannaeyjum sem eiga börn á einhverfurófi.
29. janúar kl.15:32 | eyjar.net

Vestmanneyjalistinn undirbýr framboðslista sinn

Vestmannaeyjalistinn hefur nú hafið undirbúning fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 31. maí í vor. Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin- grænt framboð og Óháðir hafa ákveðið að bjóða fram undir merki V listans við kosningarnar. Uppstillingarnefnd hefur þegar hafið störf en hún hefur það hlutverk að gera tillögur að framboðslista og leggja hann fyrir félagsfund Vestmannaeyjalistans til afgreiðslu.
29. janúar kl.08:40 | Fréttablaðið

Hermann og David James ætla að þjálfa áfram saman

Hermann Hreiðarsson hefur enn ekki ráðið sig til nýs félags eftir að hann lét af störfum sem þjálfari ÍBV að loknu síðasta tímabili. Markvörðurinn David James var aðstoðarþjálfari Hermanns í Eyjum og hyggja þeir á áframhaldandi samstarf.
 
„Við höfðum gaman af þessu í sumar og leið vel í starfinu. Við erum bara búnir með eitt ár í þjálfun og erum spenntir fyrir því að starfa áfram saman. Við teljum að það gæti reynst okkur báðum vel,“ sagði Hermann í samtali við Fréttablaðið í gær.
27. janúar kl.08:17 | mbl.is

Ísfélagið kaupir Dala-Rafn

Ísfélag Vestmannaeyja hf. hefur gert samning um kaup á öllum hlutabréfum í útgerðarfélaginu Dala-Rafni ehf. sem gerir út togbátinn Dala-Rafn VE 508. Báturinn var smíðaður í Póllandi árið 2007. Aflaheimildir félagsins á yfirstandandi fiskveiðiári eru tæp 1.600 þorskígildistonn.
24. janúar kl.08:18 | eyjar.net

Fiskbollur með viðbættu omega 3 í þróun hjá Grími kokk

Við erum nánast tilbúnir með þetta til framleiðslu og getum þá bætt í réttina omegadufti sem er algjörlega bragðlaust þannig að neytandinn verður ekki var við annað en þau góðu áhrif sem omega hefur á heilsuna,“ segir Gísli Gíslason, markaðsstjóri hjá Grími kokki og bróðir Gríms sem fyrirtækið er kennt við.
 
23. janúar kl.15:04 | eyjar.net

Nýjar áður óþekktar kvikmyndatökur úr gosinu verða sýndar í Vinaminni 23.janúar

Bakarafjölskyldan flytur tónlist

Löng hefð er fyrir því að Arnór og Helga minnist gosnæturinnar með einum eða öðrum hætti í fyrirtæki sínu. Í ár ætla þau að flytja tónlist ásamt sonunum Davíð og Orra.
Einnig verður lesið úr nýrri bók Eddu Andrésdóttir „Til Eyja“. Og úr bók Sigurðar Guðmundssonar (Sigga á Háeyri ) „Undir hrauninu“.
23. janúar kl.13:15 | eyjar.net

Opið bréf til Eyjamanna og vina um allt land

Elliði Vignisson skrifar

Ágætu Eyjamenn og vinir um allt land
Núna á vori komandi eru 12 ár frá því að ég gaf fyrst kost á mér í ábyrgðarstörf fyrir Vestmannaeyjabæ. Þá ungur og óreyndur Eyjapeyi með mikla trú á Vestmannaeyjum og þeim krafti sem í Eyjamönnum býr. Við Bertha vorum þá nýgift og rétt orðin foreldrar og flutt aftur heim til að búa okkur og stækkandi fjölskyldu framtíðarheimili hér í Eyjum. Draumur okkar þá var að...
23. janúar kl.08:14 | visir.is

Sluppu vel úr hörðum árekstri í Eyjum

Tvær stúlkur sluppu lítið meiddar þegar pallbíll og fólksbíll lentu í hörðum árekstri á mótum Faxastígs og Heiðarvegar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.
21. janúar kl.08:51 | eyjar.net

Skorað á þjóðhátíðarnefnd að halda keppni um þjóðhátíðarlagið 2014

Nýverið opnaði á facebook síðunni síða þar sem skorað er á þjóðhátíðarnefnd að halda keppni um þjóðhátíðarlagið 2014 en keppnir um þjóðhátíðarlagið hafa ekki verið haldnar undanfarin ár.
20. janúar kl.08:31 | eyjar.net

Kiwaisklúbburinn Eldfell styrkir í Vestmannaeyjum

S.l. sumar gaf Kiwanisklúbburinn Eldell út DVD-disk með myndum sem klúbburinn hafði safnað saman frá Heimaeyjargosinu 1973. Var safnað um 4.000 myndum og um 1.000 þeirra voru gefnar út á disknum.
17. janúar kl.12:08 | eyjar.net

Ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja 2013

Tuttu og eitt útkall frá neyðarlínunni á Slökkvilið Vestmannaeyja

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út af neyðarlínunni 21 sinnum á árinu 2013 í flestum tilvikum var um minniháttar tjón að ræða. Þó var talsvert mikið tjón þegar eldur var laus að Bröttugötu 29, Heiðarvegi 64, Miðstræti 30 og Boðaslóð 27.Einnig var mikið tjón að Nýjabæjabraut 3 vegna leka af heitu vatni.
16. janúar kl.08:17 | eyjar.net

Uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í eyjum óskar eftir aðild flokksmanna við val á framboðslistann

Kosið verður á ný til sveitastjórnar þann 31.mai næstkomandi og eru stjórnmálaöfl eyjanna byrjuð að undirbúa val sitt á framboðslistana. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að fara þá leið að stilla upp á sinn framboðslista og hefur uppstillingarnefnd hafið störf.
15. janúar kl.15:21 | eyjar.net

Mikil um flug næstu daga

Flugfélagið Ernir hefur sett upp aukaflug á morgun fimmtudaginn 16jan, föstudaginn 17.jan og allt útlit er fyrir enn eitt aukaflugið á laugardaginn 18.jan.
15. janúar kl.08:04 | eyjar.net

Eyjamenn ósáttir með framgöngu KR-inga í málefnum Guðjóns Orra

Eyjamenn eru ósáttir með framgöngu KR-inga er varðar málefni markvarðarsins, Guðjóns Orra Sigurjónssonar.
 
Guðjón hafði fyrir jól greint frá því að hann vildi yfirgefa ÍBV.
13. janúar kl.08:17 | eyjar.net

Forkaupsréttur á kvóta fyrir dóm innan skamms

Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka afstöðu til kröfu bæjarstjórnar Vestmannaeyja um að fá að njóta forkaupsréttar á útgerðarfélaginu Bergur-Hugin á næstu vikum. Rúmt er síðan bæjarstjórn vísaði málinu til dómstóla. Fjallað var um málið í hádegisfréttum RÚV.
 
12. janúar kl.09:59 | visir.is

Nýjasti atvinnumaður Íslands frá Eyjum

Elísa Viðarsdóttir, varnarmaður úr Vestmannaeyjum, hefur samið við Kristianstad en liðið leikur í efstu deild sænsku knattspyrnunnar. Elísa staðfesti þetta við Vísi í gærkvöldi.
 
Elísa, sem spilar ýmist sem hægri bakvörður eða miðvörður, rann um áramótin út á samningi við uppeldisfélag sitt ÍBV. Félagið sendi frá sér tilkynningu af því tilefni þar sem fram kom að Elísa yrði ekki áfram í röðum ÍBV.

Sölu- og markaðstorg

Íbuð til leigu yfr Goslok/pæjumót og allar hel...

23. apríl kl. 13:27 | Til leigu
Erum ungt par með íbúð til leigu goslok og PÆJUMÓT. Einnig skoða ég aðrar helgar í sumar(f...

Óskum eftir íbúð á Þjóðhátíð 2014

22. apríl kl. 21:34 | Til leigu
Við erum 4-6 stelpur í íbúðarleit fyrir Þjóðhátíð. Við erum 19 ára og erum vanar að fe...

Óska eftir að kaupa Þjóðhátíðartjald!!

21. apríl kl. 14:06 | Til leigu
Óska eftir að kaupa hvítt Þjóðhátíðartjald!!! S:8666223 Íris

Óska eftir húsnæði yfir Þjóðhátið 2014.

21. apríl kl. 14:13 | Húsnæði
Heil og sæl. Við erum 5 stelpur sem vantar gistingu yfir verslunarmannahelgina frá fimmtudeginu...

Húsnæði óskast helgina 20-22 júní

17. apríl kl. 12:32 | Til leigu
Óskum eftir húsnæði helgina 20-22 júní sem rúmar 7 fullorðna. Góðri umgengni heitið. Upp...

Óska eftir húsnæði

16. apríl kl. 19:04 | Húsnæði
Par óskar eftir húsnæði frá föstudegi-mánudags yfir Þjóðhátíð 2014. Mjög reglusöm. En...

Óska eftir húsnæði um Þjóðhátíð

16. apríl kl. 14:24 | Til leigu
Við erum nokkrar stelpur á tvítugsaldri saman sem vatnar svefn- og snyrtiaðstöðu um þjóðhá...

Ó.E húsnæði yfir þjóðhátíð

16. apríl kl. 13:50 | Til leigu
Reglusamt fólk á þrítugsaldri óskar eftir húsi/íbúð til leigu yfir þjóðhátíðar helgin...