Senda inn efni
17. ágúst kl.07:45 | mbl.is

Ákvörðun bæjarstjórnar felld úr gildi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 22. febrúar 2012 um að heimila stækkun lóðar og um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Strandvegi 102. Nefndin finnur ýmislegt að málsmeðferð bæjaryfirvalda á umsókninni.

Samkvæmt úrskurði úrskurðanefndarinnar, sem kveðinn var upp í apríl en birtur á vef nefndarinnar nýverið, kemur fram að um sé að ræða ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar frá 17. febrúar 2012 um að heimila stækkun lóðar og að veita Ísfélagi Vestmanneyja byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við frystihús félagsins að Strandvegi 102.
 
Í kærunni til nefndarinnar segir að málsatvik beri öll með sér að mikill hraði og óvandvirkni hafi einkennt alla meðferð málsins af hálfu bæjarins og byggingaraðila. Við blasi að leyfisveiting vegna umræddrar viðbyggingar hafi í reynd verið keyrð í gegn og hafi sveitarfélagið reynt eftir fremsta megni að stytta sér leið. Þannig hafi bæjaryfirvöld kosið að grenndarkynna viðbygginguna í stað þess að gera deiliskipulag fyrir umrætt svæði.
 
Nýtt deiliskipulag var nauðsynlegt
Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar segir að í erindi byggingarleyfishafa hafi ekki aðeins falist umsókn um byggingaleyfi heldur einnig um stækkun lóðar, en sú stækkun var forsenda byggingarleyfisins. „Geta eigendur fasteigna í þegar byggðum hverfum ekki haft væntingar um að fá til ráðstöfunar land utan lóðarmarka nema að undangengnu deiliskipulagi, sbr. 1. mgr. 37. gr. skipulagslaga, þar sem segir að í deiliskipulagi séu teknar ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingarreiti, o.s.frv. Með hinni kærðu ákvörðun var þar að auki raskað götumynd og þar með byggðamynstri, en með breytingunni voru felld út bílastæði báðum megin götunnar og gangstéttir mjókkaðar.“
 
Úrskurðarnefndin telur einnig að skort hafi á að gætt væri rannsóknarreglu stjórnsýslulaga við undirbúning málsins. „Þannig verður ekki séð að gætt hafi verið að því hvort fyrirhuguð framkvæmd rúmaðist innan nýtingarhlutfalls svæðisins, en samkvæmt aðalskipulagi gildir reitanýting á svæðinu og er nýtingarhlutfallið 0,5. Hins vegar liggja hvorki fyrir útreikningar nýtingarhlutfalls né nauðsynlegar forsendur þeirra, svo sem um hlutfall byggingarlóða og annars lands, gatna, bílastæða og opinna svæða innan viðkomandi reits.“
 
Að mati nefndarinnar leiði þessir ágallar til þess að ógilda beri ákvörðun bæjarstjórnar um að heimila stækkun lóðarinnar og um byggingaleyfi.
 
Þess ber að geta að sjá má í fundargerðum umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja frá því í júlí, að vinna við deiliskipulagið á svæðinu er í fullum gangi.
 

Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

þjóðhátíðartjald og fl

22. júlí kl. 14:56 | Annað
Þjóðhátíðartjald,bekkur,borð,koffort og fleira til sölu.Allt selts í einum pakka. Tilboð ...

3 herbergja íbúð til leigu.

21. júlí kl. 23:49 | Til leigu
Frábær íbúð til leigu í miðbæ vestmannaeyja. 3 herbergja, allt nýlegt innandyra. Vonast er ...

Herbergi í langtímaleigu í vetur

21. júlí kl. 16:34 | Til leigu
Til leigu herbergi (fleiri en eitt) með sameiginlegri snyrtingu og eldhúsi í miðbæ Vestmannaeyj...

Studío Íbúð til leigu

21. júlí kl. 14:33 | Til leigu
Til leigu 35m2 stúdío íbúð. Komið er inní forstofu þar sem er eldhús og WC með sturtu....

vinnu á þjóhatið

19. júlí kl. 15:26 | Atvinna
óska eftir vinnu við ýmislegt á þjóhátið erum tvö sman 54ára og 56 siminn er 5723358 er v...

Óska eftir íbúð til leigu

18. júlí kl. 11:08 | Til leigu
Óska eftir íbúð til leigu í nokkra mánuði eða lengur allt kemur til greina uppl í síma 864...

Húsnæði óskast yfir Þjóðhátíð 2014

15. júlí kl. 22:39 | Til leigu
Erum sirka 8 manns á fertugsaldri og vantar okkur húsnæði (hús/íbúð) yfir þjóðhátíð 20...

Íbúð til langtímaleigu

14. júlí kl. 19:44 | Til leigu
Er með til leigu 3ja herbergja íbúð á góðum stað í bænum í nágrenni við Barnaskólann. ...