Senda inn efni
Hleð
12. ágúst kl.10:24 | fotbolti.net

Tryggvi Guðmunds farinn að huga að næsta sumri

- Spilar líklega ekki meira með ÍBV á tímabilinu

Tryggvi Guðmundsson verður ekki í leikmannahópi ÍBV þegar liðið sækir Fylki heim í Pepsi-deildinni í kvöld en hann býst við að hafa leikið sinn síðasta leik með Eyjamönnum. Tryggvi braut agareglur liðsins á Þjóðhátíð um síðustu helgi og var í kjölfarið settur í tímabundið bann. Tryggvi hefur æft með ÍBV undanfarna daga en hann er ekki í hópnum í kvöld.
 

,,Ég er ekki í hóp og það lítur út fyrir það að það verði ekkert mikið meira um það á þessu tímabili. Ég mun halda áfram að gegna mínum skyldum, mæta á æfingar og gera það sem mér er skylt að gera," sagði Tryggvi við Fótbolta.net.
 
No hard feelings:
Tryggvi gekk til liðs við uppeldisfélag sitt ÍBV árið 2009 og hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu undanfarin tímabil.
 
,,Það eru no hard feelings gagnvart ÍBV. Ég kom hingað fyrir þremur árum með ákveðin markmið fyrir sjálfan mig og ákveðin markmið fyrir liðið. Ég er búinn að ná þeim og ég fer sáttur héðan, alveg sama hvernig þetta endar."
 
,,Ég held áfram að æfa og standa mig og ég vona svo innilega að ég fái að klæðast treyju ÍBV aftur. Tíminn verður að leiða það í ljós, ég gefst ekkert upp."
 
Farinn að huga að næsta ári:
Tryggvi verður samningslaus um miðjan október og ljóst er að hann mun róa á önnur mið þá. Hann segist strax vera farinn að huga að næsta sumri þar sem ljóst er að hann sé á förum frá ÍBV.
 
,,Það er ljóst að það verður ekkert samstarf okkar á milli á næsta ári en ég hef engan huga á að hætta í fótbolta. Það er ekki séns að ég hætti svona þannig að maður er strax farinn að huga að næsta ári. Ég er orðinn opnari fyrir öðrum hlutum en áður, til dæmis að kúpla mig niður um deild. Metnaðurinn er ekkert minni en ég er til í að skoða fyrstu deildina og þá jafnvel með aðstoðarþjálfarastöðu."
 
Tryggvi er 38 ára gamall en hann ætlar að halda áfram að spila fótbolta og fara í þjálfun í kjölfarið á því.
 
,,Hungrið og viljinn er ennþá til staðar. Ég tek eitt ár fyrir í einu en ég ætla mér að vera lengur í boltanum, það er engin spurning. Ég er búinn að taka þessi þjálfaranámskeið hjá KSÍ og ég er alveg tilbúinn að skoða það að vera spilandi aðstoðarþjálfari einhversstaðar ef einhver hefur áhuga á því. Það væri gaman að starfa með góðum þjálfara og læra af honum ef maður ætlar að vera þjálfari sjálfur í framtíðinni. Ég hef bullandi áhuga á knattspyrnu, þetta er líf mitt og yndi og ég vona að ég stýri einhverju liði í framtíðinni."
 
 
 
 

Sölu- og markaðstorg

Húsnæði óskast helgina 20-22 júní

17. apríl kl. 12:32 | Til leigu
Óskum eftir húsnæði helgina 20-22 júní sem rúmar 7 fullorðna. Góðri umgengni heitið. Upp...

Óska eftir húsnæði

16. apríl kl. 19:04 | Húsnæði
Par óskar eftir húsnæði frá föstudegi-mánudags yfir Þjóðhátíð 2014. Mjög reglusöm. En...

Óska eftir húsnæði um Þjóðhátíð

16. apríl kl. 14:24 | Til leigu
Við erum nokkrar stelpur á tvítugsaldri saman sem vatnar svefn- og snyrtiaðstöðu um þjóðhá...

Ó.E húsnæði yfir þjóðhátíð

16. apríl kl. 13:50 | Til leigu
Reglusamt fólk á þrítugsaldri óskar eftir húsi/íbúð til leigu yfir þjóðhátíðar helgin...

ÓE íbúð/húsi yfir Þjóðhátíðarhelgina!

16. apríl kl. 12:46 | Til leigu
Hæhæ! Óska eftir íbúð/húsi yfir Þjóðhátíðina. Við erum 8-9 stelpur í kringum tvítugt...

Óska eftir íbúð yfir þjóðhátíð

15. apríl kl. 23:08 | Húsnæði
Góðan dag, ég heiti Bryndís Karen og er 21 árs. Ég óska eftir íbúð yfir Verslunarmannahe...

ÓE Íbúð/Húsi til leigu yfir Verslunarmannahel...

15. apríl kl. 17:33 | Til leigu
Erum 5-6 21. árs gamlar stelpur sem erum að leita okkur að gistingu á þjóðhátíð. Höfum ...

Fyrirmyndarfólk Ó.E. að leigja íbúð/einbýli...

16. apríl kl. 11:48 | Til leigu
Við erum 4 pör, á aldrinum 25-30 ára og óskum eftir að leigja íbúð eða einbýlishús í ey...