Senda inn efni
10. ágúst kl.08:18 | eyjar.net

Volcano Café snyrtilegasta fyrirtækið í eyjum

Jóhann Jónsson fær viðurkenningu fyrir framlag til umhverfis í Vestmannaeyjum

Umhverfis-og skipulagsráð Vestmannaeyja veitti umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2012 þann 2. ágúst s.l. Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar fyrir snyrtilegustu húseignina, snyrtilegasta fyrirtækið, snyrtilegusta garðinn og endurbætur til fyrirmyndar. Veiting viðurkenninganna var unnin í samvinnu við Rotary- hreyfinguna í Vestmannaeyjum.

Snyrtilegasta fyrirtækið:
Volcano Café
Eigendur eru Guðmundur Þór Sveinsson og Ragnehiður Vala Arnardóttir.
Mjög og smekklegt og alltaf passað upp á að allt sé snyrtilegt.
 

Bestu endurbæturnar:
Hvítingavegur 10 - Hljómskálinn
Eigendur eru Sigurður Davíðsson og Hjördís H Friðjónsdóttir.
Þau hafa tekið hús, bílskúr og garð í gegn mjög smekklega og snyrtilega svo eftir er tekið.
 

Snyrtilegasta eignin:
Kirkjubæjarbraut 2
Eigendur eru Sveinbjörn Hjálmarsson og Erna margrét Jóhannesdóttir
Eignin hefur alltaf verið mjög snyrtileg og til fyrirmyndar.
 

Fegursti garðurinn:
Brekastígur 14
Eigendur eru Sigríður Þórðardóttir og Sigurður Þór Sveinsson
Garðurinn var tekinn í gegn fyrir mörgum árum og verið vel haldið við alla tíð síðan.
 

Sérstaka viðurkenningur fyrir framlag til umhverfisins í Vestmannaeyjum hlýtur Jóhann Jónsson.
Jói hefur um árabil sýnt eyjunni einstaka umhyggju og lagt sig allan fram um að halda umhverfinu hreinu og fínu. Einnig hefur hann upp á sitt einsdæmi merkt gönguleiðir og lagað stíga. Vestmannaeyjabær og Rotary heiðra hann sérstaklega fyrir sitt einstaka og ómetanlega framlag.
 
Hann fékk að gjöf glerlistaverk af Vestmannaeyjum eftir Berglindi Kristjánsdóttur.
 

Ráðið þakkar Rotary fyrir þeirra framlag.
 

Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

Vantar pláss fyrir húsbíl - þjóðhátíð

23. júlí kl. 23:31 | Annað
vantar pláss fyrir húsbíl sem er 6m að lengd. þurfum að geta komist í rafmagn. erum tilbúnir...

Íbúð til leigu

23. júlí kl. 06:56 | Til leigu
Er með 82.fm. 2.herbergja íbúð í breiðholti til leigu.Hentar vel námi í vetur.Er laus í lok...

þjóðhátíðartjald og fl

22. júlí kl. 14:56 | Annað
Þjóðhátíðartjald,bekkur,borð,koffort og fleira til sölu.Allt selts í einum pakka. Tilboð ...

3 herbergja íbúð til leigu.

21. júlí kl. 23:49 | Til leigu
Frábær íbúð til leigu í miðbæ vestmannaeyja. 3 herbergja, allt nýlegt innandyra. Vonast er ...

Herbergi í langtímaleigu í vetur

21. júlí kl. 16:34 | Til leigu
Til leigu herbergi (fleiri en eitt) með sameiginlegri snyrtingu og eldhúsi í miðbæ Vestmannaeyj...

Studío Íbúð til leigu

21. júlí kl. 14:33 | Til leigu
Til leigu 35m2 stúdío íbúð. Komið er inní forstofu þar sem er eldhús og WC með sturtu....

vinnu á þjóhatið

19. júlí kl. 15:26 | Atvinna
óska eftir vinnu við ýmislegt á þjóhátið erum tvö sman 54ára og 56 siminn er 5723358 er v...

Óska eftir íbúð til leigu

18. júlí kl. 11:08 | Til leigu
Óska eftir íbúð til leigu í nokkra mánuði eða lengur allt kemur til greina uppl í síma 864...