Senda inn efni
9. ágúst kl.07:41 | eyjar.net

Maður verður að taka afleiðingunum eftir svona skitu

segir Eyþór Helgi

,,Þetta er gríðarlega svekkjandi en maður verður að taka afleiðingunum eftir svona skitu," sagði Eyþór Helgi Birgisson við Fótbolta.net í kvöld eftir að ÍBV rifti samningi sínum við hann.
 

yþór Helgi braut agareglur félagsins í annað skipti í sumar á Þjóðhátíð um helgina og í kjölfarið ákvað ÍBV að rifta samningi sínum við framherjann.
 
,,Auðvitað sér maður eftir svona atvikum, ef maður myndi ekki sjá eftir svona löguðu þá væri eitthvað að. Ég vil biðja alla sem koma nálægt ÍBV afsökunar á hegðun minni."
 
,,Leiðinlegt að enda þetta svona"
Eyþór Helgi gekk fyrst til liðs við ÍBV um mitt sumar 2009 og hann spilaði einnig með liðinu 2010. Eyþór lék með uppeldisfélagi sínu HK í fyrra áður en hann gekk aftur í raðir ÍBV síðastliðinn vetur. Hann segir sárt að kveðja ÍBV á þennan hátt.
 
,,Það er leiðinlegt að enda þetta svona. Ég á eftir að sakna strákanna í hópnum enda eru þeir allir toppmenn og áhorfendurnir hafa líka alltaf staðið við bakið á manni. Ég á ekki eftir að sakna annarra úr Eyjum."
 
,,Ætla að taka mig sjálfan í gegn"
Félagaskiptaglugginn lokaði í síðustu viku og því er ljóst að Eyþór Helgi getur ekki fundið sér nýtt félag fyrr en í vetur. Hann mun því ekki spila fleiri fótboltaleiki í sumar.
 
,,Það er svakalega svekkjandi. Maður verður bara að halda sér í formi og leita eftir liði til að æfa með í bænum. Þetta er kannski ekki mikil tilbreyting fyrir mig að fara í annað lið og æfa. Ég er ekki búinn að fá að spila mikið þannig að þetta er ekki mikið öðruvísi nema með öðrum strákum," sagði Eyþór sem ætlar að íhuga sín mál vel áður en hann finnur sér nýtt félag fyrir næsta tímabil.
 
,,Ég ætla að hugsa vel um þetta og ætla að skoða öll mál vel og vandlega. Ég ætla að taka mig sjálfan í gegn og skoða þessi mál vel og vandlega," sagði Eyþór að lokum.
 
 

Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

Íbúð til leigu

23. júlí kl. 06:56 | Til leigu
Er með 82.fm. 2.herbergja íbúð í breiðholti til leigu.Hentar vel námi í vetur.Er laus í lok...

þjóðhátíðartjald og fl

22. júlí kl. 14:56 | Annað
Þjóðhátíðartjald,bekkur,borð,koffort og fleira til sölu.Allt selts í einum pakka. Tilboð ...

3 herbergja íbúð til leigu.

21. júlí kl. 23:49 | Til leigu
Frábær íbúð til leigu í miðbæ vestmannaeyja. 3 herbergja, allt nýlegt innandyra. Vonast er ...

Herbergi í langtímaleigu í vetur

21. júlí kl. 16:34 | Til leigu
Til leigu herbergi (fleiri en eitt) með sameiginlegri snyrtingu og eldhúsi í miðbæ Vestmannaeyj...

Studío Íbúð til leigu

21. júlí kl. 14:33 | Til leigu
Til leigu 35m2 stúdío íbúð. Komið er inní forstofu þar sem er eldhús og WC með sturtu....

vinnu á þjóhatið

19. júlí kl. 15:26 | Atvinna
óska eftir vinnu við ýmislegt á þjóhátið erum tvö sman 54ára og 56 siminn er 5723358 er v...

Óska eftir íbúð til leigu

18. júlí kl. 11:08 | Til leigu
Óska eftir íbúð til leigu í nokkra mánuði eða lengur allt kemur til greina uppl í síma 864...

Húsnæði óskast yfir Þjóðhátíð 2014

15. júlí kl. 22:39 | Til leigu
Erum sirka 8 manns á fertugsaldri og vantar okkur húsnæði (hús/íbúð) yfir þjóðhátíð 20...