Senda inn efni
9. ágúst kl.09:27 | fotbolti.net

,,Hef ekki alltaf staðið mig með sóma"

Hugsanlega hafa ÍBV og Magnús Gylfason engan áhuga á að framlengja samninginn við mig

segir Tryggvi Guðmundsson

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, segist harma að hafa brotið agareglur félagsins á Þjóðhátíð um helgina. Tryggvi var í agabanni þegar KR tók á móti ÍBV í kvöld og hann er nú kominn í ótímabundið bann hjá félaginu.
 

,,Ég átti fund með stjórninni þar sem þetta var niðurstaðan og ég tek henni að sjálfsögðu. Ég tek undir með þeim og harma framkomu mína um helgina þar sem ég fór ekki eftir þeim reglum sem settar voru og brást þar með stjórn, þjálfurum, leikmönnum og aðdáendum liðsins," sagði Tryggvi í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn KR í kvöld.
 
,,Ég er ótrúlega ánægður með sigurinn í kvöld og ég er stoltur af liðinu. Þetta var sannfærandi og flottur sigur," sagði Tryggvi um leikinn en hann vonast til að banninu verði aflétt og hann geti spilað aftur með ÍBV á tímabilinu.
 
,,Ég held bara áfram að æfa með strákunum og ég þarf að berjast fyrir því að komast inn í liðið, þetta lítur vel út á mín. Ég er þakklátur fyrir að fá að æfa áfram með ÍBV og maður þarf að taka á því til að reyna að komast í liðið eða komast á bekkinn og fá að koma inn á til að reyna að gera liðinu greiða."
 
,,Hef ekki alltaf staðið mig með sóma"
Samningur Tryggva við ÍBV rennur út 16. október. Orðrómur hefur verið um að Tryggvi sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir ÍBV en hann vonast til að fá að klára samninginn.
 
,,Það var það sem ég ætlaði mér allan tímann, að klára þennan samning sem ég gerði með ÍBV og klára hann með sæmd. Ég mun væntanlega ekki klára hann með sæmd því að ég hef ekki alltaf staðið mig með sóma. Ég vona að ég fái að klára samninginn og fái tækifæri til að klæðast treyjunni aftur. Þetta er liðið mitt."
 
Tryggvi segist ekki geta sagt til um framhaldið eftir að samningur hans við ÍBV rennur út en hann telur að Eyjamenn hafi ekki mikinn áhuga á að setjast aftur að samningaborðinu þá og því útlit fyrir að hann rói á önnur mið í haust.
 
,,Það er alltof snemmt að segja eitthvað um það en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hafa ÍBV og Magnús Gylfason hugsanlega engan áhuga á að framlengja samninginn við mig eins og staðan er í dag. Þetta er ekki í mínum höndum, þetta er miklu frekar í þeirra höndum," sagði Tryggvi.
 
Tryggvi er 38 ára gamall en hann er markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi með 127 mörk. Hann er uppalinn hjá ÍBV og kom aftur til félagsins frá FH haustið 2009.
 
 
 

Sölu- og markaðstorg

Íbuð til leigu yfr Goslok/pæjumót og allar hel...

23. apríl kl. 13:27 | Til leigu
Erum ungt par með íbúð til leigu goslok og PÆJUMÓT. Einnig skoða ég aðrar helgar í sumar(f...

Óskum eftir íbúð á Þjóðhátíð 2014

22. apríl kl. 21:34 | Til leigu
Við erum 4-6 stelpur í íbúðarleit fyrir Þjóðhátíð. Við erum 19 ára og erum vanar að fe...

Óska eftir að kaupa Þjóðhátíðartjald!!

21. apríl kl. 14:06 | Til leigu
Óska eftir að kaupa hvítt Þjóðhátíðartjald!!! S:8666223 Íris

Óska eftir húsnæði yfir Þjóðhátið 2014.

21. apríl kl. 14:13 | Húsnæði
Heil og sæl. Við erum 5 stelpur sem vantar gistingu yfir verslunarmannahelgina frá fimmtudeginu...

Húsnæði óskast helgina 20-22 júní

17. apríl kl. 12:32 | Til leigu
Óskum eftir húsnæði helgina 20-22 júní sem rúmar 7 fullorðna. Góðri umgengni heitið. Upp...

Óska eftir húsnæði

16. apríl kl. 19:04 | Húsnæði
Par óskar eftir húsnæði frá föstudegi-mánudags yfir Þjóðhátíð 2014. Mjög reglusöm. En...

Óska eftir húsnæði um Þjóðhátíð

16. apríl kl. 14:24 | Til leigu
Við erum nokkrar stelpur á tvítugsaldri saman sem vatnar svefn- og snyrtiaðstöðu um þjóðhá...

Ó.E húsnæði yfir þjóðhátíð

16. apríl kl. 13:50 | Til leigu
Reglusamt fólk á þrítugsaldri óskar eftir húsi/íbúð til leigu yfir þjóðhátíðar helgin...