Senda inn efni
18. júlí kl.16:25 | eyjar.net

Hamborgarafabrikkan mætir á Þjóðhátíð 2012

Hamborgarafabrikkan og Þjóðhátíð gengu nýverið til samstarfs og mun Hamborgarafabrikkan grilla Fabrikkuborgara í Herjólfsdal um Þjóðhátíðarhelgina.

„Það er sönn ánægja að fá Fabrikkuna í dalinn. Þjóðhátíðarnefnd er sífellt að leitast við að bjóða fjölbreyttari þjónustu fyrir Þjóðhátíðargesti og er þetta samstarf liður í því. Hefðbundnar veitingar verða að sjálfsögðu á sínum stað eftir sem áður, en tilkoma Fabrikkunnar er skemmtileg viðbót við framboð veitinga í dalnum“, segir Páll Scheving, formaður Þjóðhátíðarnefndar.
 
Hamborgarafabrikkan hefur komið sér upp grillbíl sem ætlar að heimsækja Þjóðhátíð í ár. Simmi og Jói, ásamt flokki úrvals grillara munu standa vaktina og grilla Fabrikkuborgara fyrir Þjóðhátíðargesti alla Þjóðhátíðarhelgina.
 
„Það er okkur á Fabrikkunni sannur heiður að fá að taka þátt í Þjóðhátíðinni. Við Jói verðum báðir á staðnum og ætlum að standa vaktina alla helgina. Fabrikkubíllinn er eiginlega bara Hamborgarafabrikkan á hjólum. Þetta er 20 ára gamall Econoline húsbíll með 460 vél undir húddinu. En eldhúsið í honum er fyrsta flokks, með alvöru gasgrilli og öllu tilheyrandi. Nú er bara að vona að grillbíllinn standi sig“, sagði Sigmar Vilhjálmsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar.

Í tilefni af samstarfinu verður sannkölluð Þjóðhátíðarstemning á Hamborgarafabrikkunni í Reykjavík í aðdraganda Þjóðhátíðar. Þar verður lifandi tónlistarflutningur en dagskráin verður kynnt á Facebook vef Hamborgarafabrikkunar: http://www.facebook.com/fabrikkan
 
 

Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

Íbúð til leigu

23. júlí kl. 06:56 | Til leigu
Er með 82.fm. 2.herbergja íbúð í breiðholti til leigu.Hentar vel námi í vetur.Er laus í lok...

þjóðhátíðartjald og fl

22. júlí kl. 14:56 | Annað
Þjóðhátíðartjald,bekkur,borð,koffort og fleira til sölu.Allt selts í einum pakka. Tilboð ...

3 herbergja íbúð til leigu.

21. júlí kl. 23:49 | Til leigu
Frábær íbúð til leigu í miðbæ vestmannaeyja. 3 herbergja, allt nýlegt innandyra. Vonast er ...

Herbergi í langtímaleigu í vetur

21. júlí kl. 16:34 | Til leigu
Til leigu herbergi (fleiri en eitt) með sameiginlegri snyrtingu og eldhúsi í miðbæ Vestmannaeyj...

Studío Íbúð til leigu

21. júlí kl. 14:33 | Til leigu
Til leigu 35m2 stúdío íbúð. Komið er inní forstofu þar sem er eldhús og WC með sturtu....

vinnu á þjóhatið

19. júlí kl. 15:26 | Atvinna
óska eftir vinnu við ýmislegt á þjóhátið erum tvö sman 54ára og 56 siminn er 5723358 er v...

Óska eftir íbúð til leigu

18. júlí kl. 11:08 | Til leigu
Óska eftir íbúð til leigu í nokkra mánuði eða lengur allt kemur til greina uppl í síma 864...

Húsnæði óskast yfir Þjóðhátíð 2014

15. júlí kl. 22:39 | Til leigu
Erum sirka 8 manns á fertugsaldri og vantar okkur húsnæði (hús/íbúð) yfir þjóðhátíð 20...