Senda inn efni
Hleð
Hleð
22. júní kl.12:29 | eyjar.net

Einvígi ársins í kvöld

Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Kári Kristján Kristjánsson, og körfuboltamaður Vestmannaeyja árið 2011, Daði Guðjónsson, mætast í miklu körfuboltaeinvígi í Eyjum í kvöld.

Heimamenn kalla þetta einvígi ársins og er þetta í þriðja skiptið sem þeir félagar takast á. Bardaginn, sem líklega verður blóðugur, fer fram á körfuboltavellinum við barnaskólann og hefst klukkan 21.00.
 
"Ástæðan fyrir því að þetta varð árlegt einvígi er sú að Látraprinsinn Daði vann mig fyrsta árið og varð í kjölfarið gjörsamlega óþolandi. Það kom því aldrei annað til greina en að hefna. Það var líka gert með stæl í fyrra," sagði Kári Kristján kokhraustur en hann og Daði eru fínir félagar og báðir meðlimir í félagsskapnum "Vinir Ketils bónda."
 
"Hann átti ekki möguleika í mig í fyrra en var samt valinn besti körfuboltamaður Vestmannaeyja. Ég skil ekki enn af hverju ég var ekki valinn sá besti? Það var mikill skandall," sagði Kári ekki sáttur en hann er vel stemmdur fyrir bardagann engu að síður og á von á góðri mætingu.
 
"Planið hjá Eyjamönnum í kvöld er einfalt. Það er grill, EM og svo einvígið. Það steinliggur. Það verður enginn svikinn af því að sjá mig legga Látraprinsinn á nýjan leik."
 
 
 
 

Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

Vantar pláss fyrir húsbíl - þjóðhátíð

23. júlí kl. 23:31 | Annað
vantar pláss fyrir húsbíl sem er 6m að lengd. þurfum að geta komist í rafmagn. erum tilbúnir...

Íbúð til leigu

23. júlí kl. 06:56 | Til leigu
Er með 82.fm. 2.herbergja íbúð í breiðholti til leigu.Hentar vel námi í vetur.Er laus í lok...

þjóðhátíðartjald og fl

22. júlí kl. 14:56 | Annað
Þjóðhátíðartjald,bekkur,borð,koffort og fleira til sölu.Allt selts í einum pakka. Tilboð ...

3 herbergja íbúð til leigu.

21. júlí kl. 23:49 | Til leigu
Frábær íbúð til leigu í miðbæ vestmannaeyja. 3 herbergja, allt nýlegt innandyra. Vonast er ...

Herbergi í langtímaleigu í vetur

21. júlí kl. 16:34 | Til leigu
Til leigu herbergi (fleiri en eitt) með sameiginlegri snyrtingu og eldhúsi í miðbæ Vestmannaeyj...

Studío Íbúð til leigu

21. júlí kl. 14:33 | Til leigu
Til leigu 35m2 stúdío íbúð. Komið er inní forstofu þar sem er eldhús og WC með sturtu....

vinnu á þjóhatið

19. júlí kl. 15:26 | Atvinna
óska eftir vinnu við ýmislegt á þjóhátið erum tvö sman 54ára og 56 siminn er 5723358 er v...

Óska eftir íbúð til leigu

18. júlí kl. 11:08 | Til leigu
Óska eftir íbúð til leigu í nokkra mánuði eða lengur allt kemur til greina uppl í síma 864...