Senda inn efni
20. júní kl.08:19 | ruv.is

Forvarnarhópar aðstoði á þjóðhátíð

Femínistafélag Íslands vill að þjóðhátíðarnefnd Vestmannaeyja taki upp samstarf við Stígamót og forvarnarhópa í baráttunni gegn kynferðisbrotum á hátíðinni. Félagið veiti stjórn ÍBV og þjóðhátíðarnefnd félagsins hvatningarverðlaun á kvenréttindadeginum í gær.

Þjóðhátíð án kynferðisbrota
Bleiku steinarnir eru hvatningarverðlaun Femínistafélags Íslands. Þeim er ætlað að hvetja viðtakendur til að hafa jafnréttissjónarmið ætíð að leiðarljósi í verkum sínum. Femínistafélagið veitti þjóðhátíðarnefnd Vestmannaeyja bleiku steinana til hvatningar um að nefndin myndi setja sér það markmið að hátíðin í sumar geti farið fram án þess að kynferðisbrot komi upp.
 
Drífa Þöll Arnardóttir, fulltrúi Femínistafélags Íslands, segir það allt of mikið að fimm tilkynningar berist um nauðganir á þjóðhátíð, líkt og eftir hátíðina í fyrra. Hún segir að félagið mælist til þess að þjóðhátíðarnefnd leiti eftir aðstoð Stígamóta og forvarnarhópa eins og Nei-hópsins til að vinna að forvörnum fyrir hátíðina.
 
Öryggismyndavélar, bætt lýsing og efld gæsla
Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir að félagið leggi áherslu á að berjast gegn hvers konar ofbeldi. Hann tekur undir þá áréttingu Femínistafélagsins að gerandi beri einn ábyrgð á ofbeldi. Tryggvi Már er þakklátur fyrir verðlaunin og segir að þau muni hvetja þjóðhátíðarnefnd til áframhaldandi góðra verka hvað varðar öryggisþátt hátíðarinnar. Hann segir að öryggismyndavélar verði settar upp í Herjólfsdal fyrir hátíðina í sumar ásamt því sem lýsing verði bætt og gæsla efld. Hins vegar hafi verið horfið frá því að sinni að bjóða upp á kynjaskiptinga gistingu innandyra þar sem ekki muni takast að mæta kröfum um brunavarnir og heilbrigðiseftirlit fyrir verslunarmannahelgina.
 

Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

þjóðhátíðartjald og fl

22. júlí kl. 14:56 | Annað
Þjóðhátíðartjald,bekkur,borð,koffort og fleira til sölu.Allt selts í einum pakka. Tilboð ...

3 herbergja íbúð til leigu.

21. júlí kl. 23:49 | Til leigu
Frábær íbúð til leigu í miðbæ vestmannaeyja. 3 herbergja, allt nýlegt innandyra. Vonast er ...

Herbergi í langtímaleigu í vetur

21. júlí kl. 16:34 | Til leigu
Til leigu herbergi (fleiri en eitt) með sameiginlegri snyrtingu og eldhúsi í miðbæ Vestmannaeyj...

Studío Íbúð til leigu

21. júlí kl. 14:33 | Til leigu
Til leigu 35m2 stúdío íbúð. Komið er inní forstofu þar sem er eldhús og WC með sturtu....

vinnu á þjóhatið

19. júlí kl. 15:26 | Atvinna
óska eftir vinnu við ýmislegt á þjóhátið erum tvö sman 54ára og 56 siminn er 5723358 er v...

Óska eftir íbúð til leigu

18. júlí kl. 11:08 | Til leigu
Óska eftir íbúð til leigu í nokkra mánuði eða lengur allt kemur til greina uppl í síma 864...

Húsnæði óskast yfir Þjóðhátíð 2014

15. júlí kl. 22:39 | Til leigu
Erum sirka 8 manns á fertugsaldri og vantar okkur húsnæði (hús/íbúð) yfir þjóðhátíð 20...

Íbúð til langtímaleigu

14. júlí kl. 19:44 | Til leigu
Er með til leigu 3ja herbergja íbúð á góðum stað í bænum í nágrenni við Barnaskólann. ...