Senda inn efni
16. maí kl.13:06 | fotbolti.net

Ræddi við dómarann í klefanum eftir leik

Kallast rasismi á vinnumarkaði

segir Magnús Gylfason þjálfari ÍBV

„Auðvitað vil ég ekki vera að æsa mig við vini mína í Pepsi-mörkunum en þessi umræða er á villigötum," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, í viðtali við Valtý Björn Valtýsson í Boltanum á X-inu 97,7.
 
Hann er þá að tala um þá gagnrýni sem ÍBV hefur legið undir fyrir að hafa verið með sjö útlendinga í byrjunarliði sínu gegn KR í gær.

„Við eigum að hætta að pæla í því hvers lenskir mennirnir eru. Þetta er bannað á vinnumarkaði, það kallast rasismi. Auðvitað viljum við sjá að lið hafi blöndu af heimamönnum og uppöldum og allt þannig."
 
„Rétt er að sjö menn voru inn á með útlensk nöfn en þar af eru Matt Garner og Ian Jeffs sem hafa verið hérna í hátt í tíu ár. Eigum við ekki frekar að flokka þetta undir heimamenn og aðkomumenn?"
 
„Þá get ég talið upp fyrir þig: Andri Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson og Tryggvi Guðmundsson voru meiddir. Þetta eru byrjunarliðsmenn. Víðir Þorvarðarson byrjaði inn á, Arnór Eyvar, Gauti Þorvarðar, Guðjón Orri, Bjarki og Yngvi voru á bekknum. Þarna eru níu uppaldir heimamenn. Bendið mér á önnur lið í deildinni sem hafa níu uppalda heimamenn. KR var með 2-3 í byrjunarliðinu í gær."
 
Magnús sagði að í sínum huga væri skiptingin hjá liðinu í mjög góðu jafnvægi en ÍBV hefur meðal annars fengið til sín erlenda leikmenn til að fylla upp í skörð meiddra lykilmanna liðsins.
 
Í viðtalinu var einnig rætt um vítaspyrnudómana í leiknum á KR-vellinum í gær en sérstaklega var Magnús Gylfason ósáttur við annan vítaspyrnudóminn sem KR fékk. Hann fór og ræddi við nafna sinn Þórisson sem dæmdi leikinn í gær.
 
„Það er nýmæli að við megum fara inn í dómaraklefa eftir leiki og ræða við dómarann, ég gerði það. Þar ítrekaði ég mitt mál og var mjög ósáttur og svekktur yfir því að dómgreindarleysi þeirra væri svona mikið. Þeir tóku vafaatriði og færðu það inn í teig, þeir bjuggu til atriði," sagði Magnús Gylfason.
 

Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

Vantar pláss fyrir húsbíl - þjóðhátíð

23. júlí kl. 23:31 | Annað
vantar pláss fyrir húsbíl sem er 6m að lengd. þurfum að geta komist í rafmagn. erum tilbúnir...

Íbúð til leigu

23. júlí kl. 06:56 | Til leigu
Er með 82.fm. 2.herbergja íbúð í breiðholti til leigu.Hentar vel námi í vetur.Er laus í lok...

þjóðhátíðartjald og fl

22. júlí kl. 14:56 | Annað
Þjóðhátíðartjald,bekkur,borð,koffort og fleira til sölu.Allt selts í einum pakka. Tilboð ...

3 herbergja íbúð til leigu.

21. júlí kl. 23:49 | Til leigu
Frábær íbúð til leigu í miðbæ vestmannaeyja. 3 herbergja, allt nýlegt innandyra. Vonast er ...

Herbergi í langtímaleigu í vetur

21. júlí kl. 16:34 | Til leigu
Til leigu herbergi (fleiri en eitt) með sameiginlegri snyrtingu og eldhúsi í miðbæ Vestmannaeyj...

Studío Íbúð til leigu

21. júlí kl. 14:33 | Til leigu
Til leigu 35m2 stúdío íbúð. Komið er inní forstofu þar sem er eldhús og WC með sturtu....

vinnu á þjóhatið

19. júlí kl. 15:26 | Atvinna
óska eftir vinnu við ýmislegt á þjóhátið erum tvö sman 54ára og 56 siminn er 5723358 er v...

Óska eftir íbúð til leigu

18. júlí kl. 11:08 | Til leigu
Óska eftir íbúð til leigu í nokkra mánuði eða lengur allt kemur til greina uppl í síma 864...