Senda inn efni
13. mars kl.17:51 | eyjar.net

Alltof hyper til að vera kyrr

segir Tryggvi Guðmundsson

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, ætlar að hefja æfingar á nýjan leik í þessari viku. Tryggvi greindist með blóðtappa í kálfa fyrr í vikunni og ljóst er að hann spilar ekki fótbolta næstu mánuðina. Hann finnur hins vegar minni verk í kálfanum en áður og ætlar að halda sér sjálfur í formi á næstunni.

,,Ég vaknaði í morgun í þvílíku jákvæðiskasti. Ég er hættur að haltra og er farinn að labba um hoppandi og skoppandi," sagði Tryggvi léttur í bragði í samtali við Fótbolta.net í dag.
 
,,Ég ætla að byrja að æfa í vikunni en ég þarf að koma í veg fyrir alla áverka þegar ég er á blóðþynningarlyfum þannig að ég má ekki fara neitt í contact ennþá. Mér líður vel í löppinni þannig að ég ætla að fara að hoppa og hlaupa og eitthvað. Ég er alltof hyper til að vera kyrr."
 
Tryggvi verður frá keppni í þrjá til sex mánuði vegna blóðtappans og því er ljóst að hann mun missa að minnsta kosti af byrjun tímabilsins.
 
,,Það að mér líður vel og megi hlaupa minnkar ekkert ferlið sjálft. Ég er á blóðþynningarefnum og þau finna ákveðið jafnvægi á blóðþykktinni minni."
 
,,Þegar það jafnvægi er komið þá mun líkaminn sjálfur fara vinna að því að eyða tappanum. Það er sá tími sem er gefinn, 3-6 mánuðir. Það er mjög einstaklingsbundið, það er eftir líka hvers og eins og eftir því hvernig menn hugsa um sjálfan sig og svoleiðis," sagði Tryggvi.
 
 
 
 

Sölu- og markaðstorg

Óska eftir húsnæði

16. apríl kl. 19:04 | Húsnæði
Par óskar eftir húsnæði frá föstudegi-mánudags yfir Þjóðhátíð 2014. Mjög reglusöm. En...

Óska eftir húsnæði um Þjóðhátíð

16. apríl kl. 14:24 | Til leigu
Við erum nokkrar stelpur á tvítugsaldri saman sem vatnar svefn- og snyrtiaðstöðu um þjóðhá...

Ó.E húsnæði yfir þjóðhátíð

16. apríl kl. 13:50 | Til leigu
Reglusamt fólk á þrítugsaldri óskar eftir húsi/íbúð til leigu yfir þjóðhátíðar helgin...

ÓE íbúð/húsi yfir Þjóðhátíðarhelgina!

16. apríl kl. 12:46 | Til leigu
Hæhæ! Óska eftir íbúð/húsi yfir Þjóðhátíðina. Við erum 8-9 stelpur í kringum tvítugt...

Óska eftir íbúð yfir þjóðhátíð

15. apríl kl. 23:08 | Húsnæði
Góðan dag, ég heiti Bryndís Karen og er 21 árs. Ég óska eftir íbúð yfir Verslunarmannahe...

ÓE Íbúð/Húsi til leigu yfir Verslunarmannahel...

15. apríl kl. 17:33 | Til leigu
Erum 5-6 21. árs gamlar stelpur sem erum að leita okkur að gistingu á þjóðhátíð. Höfum ...

Fyrirmyndarfólk Ó.E. að leigja íbúð/einbýli...

16. apríl kl. 11:48 | Til leigu
Við erum 4 pör, á aldrinum 25-30 ára og óskum eftir að leigja íbúð eða einbýlishús í ey...

Fyrirmyndarfólk Ó.E. að leigja íbúð/einbýli...

16. apríl kl. 11:48 | Til leigu
Við erum 4 pör, á aldrinum 25-30 ára og óskum eftir að leigja íbúð eða einbýlishús í ey...