Senda inn efni
Hleð
5. mars kl.07:54 | eyjar.net

Þakkir

Matthilda M. Thorshamar bloggar

Þegar ég settist niður í gærmorgunn að skrifa bloggið bjóst ég alls ekki við svona miklum og jákvæðum viðbrögðum. Ég var viðbúin að vera úthúðuð og sökuð um athyglissýki, en sem betur fer fór ekki svo. Öll þessi jákvæðu viðbrögð bæði hér inni á blogginu, á facebook og frá fólki úti í bæ sýnir bara að fólki er sko alls ekki sama um náungann. Svo hef ég líka tekið eftir að fólk er að segja frá eigin reynslu af einelti og losa sig þannig við smá af þeim bagga sem fylgir okkur alla ævi sem höfum lent í þessu.

Ein móðir hringdi í mig í gær, alveg í sjokki. Hana hafði grunað að eitthvað væri í gangi, en að það væri svona slæmt gat engan grunað. Seinna um daginn kom dóttir hennar og önnur stelpa og báðust afsökunar á hegðun sinni. Ágústa mín ljómaði öll þegar hún fór að sofa í gærkvöldi og sagði við mig :"Mamma, nú á ég tvær vinkonur."
 
Ég hafði samband við skólann í morgun, þá voru stjórnendur þar búnir að lesa bloggið og allt komið í gang að hjálpa stelpunni minni. Kærar þakkir fyrir það.
 
Í dag kom brosandi stelpa inn í bílinn minn þegar ég sótti hana í skólann. Við fórum upp í hesthús, en hennar yndi eru hestar, og fékk hún að fara í útreiðartúr með eigandanum. Henni fannst æðisleg lykt af sér þegar hún kom heim, í mínu nefi er það bara hestafýla en hjá henni er þetta eins og ilmvatn. :) Síðan fór hún að leika við vinkonur sínar og svo á píanóæfingu og spilaði tvö lög á tónfundi. Núna er hún að leika við frænda sinn sem er árinu eldri en hún og hefur alltaf verið góður við hana, enda á bróðir minn yndisleg börn.
 
Ég veit vel að þetta er bara byrjunin, en vonandi fer þetta að breytast smátt og smátt og hún verður aftur þessi glaða og yndislega stelpa sem hún hefur alltaf verið, þangað til í haust þegar vandræðin byrjuðu.
 
Ágústa er ekki eina barnið mitt sem hefur lent í einelti. Stjúpsonurinn og elsta dóttirin lentu í skelfilegu einelti í skólanum og var tekið á þeim málum með misjöfnum árangri, en það var allt öðruvísi. Ég flokka það þannig, að þau lentu í háværu einelti, en þetta einelti Ágústa er búin að ganga í gegnum er þögult. Ég veit ekki hvort að þið skiljið þetta, en þetta "meikar sense" (svo að ég sletti aðeins) fyrir mér.
 
Enn og aftur takk fyrir jákvæð viðbrögð.
 
TAKK :)

 

Eldra blogg

Sölu- og markaðstorg

Íbuð til leigu yfr Goslok/pæjumót og allar hel...

23. apríl kl. 13:27 | Til leigu
Erum ungt par með íbúð til leigu goslok og PÆJUMÓT. Einnig skoða ég aðrar helgar í sumar(f...

Óskum eftir íbúð á Þjóðhátíð 2014

22. apríl kl. 21:34 | Til leigu
Við erum 4-6 stelpur í íbúðarleit fyrir Þjóðhátíð. Við erum 19 ára og erum vanar að fe...

Óska eftir að kaupa Þjóðhátíðartjald!!

21. apríl kl. 14:06 | Til leigu
Óska eftir að kaupa hvítt Þjóðhátíðartjald!!! S:8666223 Íris

Óska eftir húsnæði yfir Þjóðhátið 2014.

21. apríl kl. 14:13 | Húsnæði
Heil og sæl. Við erum 5 stelpur sem vantar gistingu yfir verslunarmannahelgina frá fimmtudeginu...

Húsnæði óskast helgina 20-22 júní

17. apríl kl. 12:32 | Til leigu
Óskum eftir húsnæði helgina 20-22 júní sem rúmar 7 fullorðna. Góðri umgengni heitið. Upp...

Óska eftir húsnæði

16. apríl kl. 19:04 | Húsnæði
Par óskar eftir húsnæði frá föstudegi-mánudags yfir Þjóðhátíð 2014. Mjög reglusöm. En...

Óska eftir húsnæði um Þjóðhátíð

16. apríl kl. 14:24 | Til leigu
Við erum nokkrar stelpur á tvítugsaldri saman sem vatnar svefn- og snyrtiaðstöðu um þjóðhá...

Ó.E húsnæði yfir þjóðhátíð

16. apríl kl. 13:50 | Til leigu
Reglusamt fólk á þrítugsaldri óskar eftir húsi/íbúð til leigu yfir þjóðhátíðar helgin...