Fótbolti.net fékk tólf álitsgjafa til að rýna í hver sé besti varnarmaður Pepsi-deildar karla. Hér að neðan má sjá þá þrjá sem flest atkvæði fengu ásamt völdum umsögnum um þá frá álitsgjöfunum.
 
 
 
" />
Senda inn efni
14. júlí kl.16:31 | fotbolti.net

Tveir úr ÍBV liðinu í topp þremur

Besti varnarmaður Pepsí deildarinnar er Eiður Aron

Fótbolti.net fékk tólf álitsgjafa til að rýna í hver sé besti varnarmaður Pepsi-deildar karla. Hér að neðan má sjá þá þrjá sem flest atkvæði fengu ásamt völdum umsögnum um þá frá álitsgjöfunum.
 
 
 

1. Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
 
,,Strákur sem hefur tekið heljarstökk fram á við og lært mikið af því að spila með Rasmus Christiansen við hlið sér."
 
,,Fljótur og óvenju yfirvegaður miðað við ungan aldur. Les leikinn vel, fer vel með boltann og tapar fáum návígum."
 
,,Skandall að hann hafi ekki verið í U-21 árs hópnum."
 
,,Vel byggður, fljótur og sterkur og öflugur í loftinu."
 
,,Þegar hann fær aukna reynslu þá á hann bara eftir að verða enn betri."
 
,,Strákur sem hefur gert sárafá mistök síðan hann byrjaði að spila og á mun meira hrós skilið en hann hefur fengið."
 
 
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
 
,,Ekki mesta tæknitröll í heimi en hann veit sín takmörk og lætur einhver meiðsli ekkert á sig fá. Er líka ógnarsterkur í vítateig andstæðinganna."
 
,,Afar mikill leiðtogi, fastur fyrir en alls ekki grófur og hefur bundið KR vörnina saman í sumar. Hefur pakkað flestum framherjum deildarinnar saman."
 
,,John Terry Íslands. Allavega innanvallar. Vonandi ekki utanvallar."
 
,,KR hjartað í honum er endalaust stórt og það skilar sér."
 
,,Var góður en er orðinn enn betri eftir að Skúli Jón kom við hlið hans. Er alls ekki að sjá að hann spilar meiddur."
 
 
3. Rasmus Christiansen (ÍBV)
 
,,Frábær leiðtogi og ahliða góður varnarmaður."
 
,,Hinn nýji Tommy Nielsen."
 
,,Stjórnar varnarleik ÍBV liðsins af festu og saman mynda þeir Eiður Aron eitt besta hafsentapar deildarinnar."
 
,,Frábær leikmaður sem ÍBV fékk í fyrra, er snöggur, góður í loftinu og les leikinn vel."
 
,,Er ungur en spilar eins og hann hafi aldrei gert annað."
 
 
 
Við hjá eyjar.net óskum Eið og Rasmusi innilega til hamingju með árangurinn og þessi flottu ummæli!
 
 

Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

Íbuð til leigu yfr Goslok/pæjumót og allar hel...

23. apríl kl. 13:27 | Til leigu
Erum ungt par með íbúð til leigu goslok og PÆJUMÓT. Einnig skoða ég aðrar helgar í sumar(f...

Óskum eftir íbúð á Þjóðhátíð 2014

22. apríl kl. 21:34 | Til leigu
Við erum 4-6 stelpur í íbúðarleit fyrir Þjóðhátíð. Við erum 19 ára og erum vanar að fe...

Óska eftir að kaupa Þjóðhátíðartjald!!

21. apríl kl. 14:06 | Til leigu
Óska eftir að kaupa hvítt Þjóðhátíðartjald!!! S:8666223 Íris

Óska eftir húsnæði yfir Þjóðhátið 2014.

21. apríl kl. 14:13 | Húsnæði
Heil og sæl. Við erum 5 stelpur sem vantar gistingu yfir verslunarmannahelgina frá fimmtudeginu...

Húsnæði óskast helgina 20-22 júní

17. apríl kl. 12:32 | Til leigu
Óskum eftir húsnæði helgina 20-22 júní sem rúmar 7 fullorðna. Góðri umgengni heitið. Upp...

Óska eftir húsnæði

16. apríl kl. 19:04 | Húsnæði
Par óskar eftir húsnæði frá föstudegi-mánudags yfir Þjóðhátíð 2014. Mjög reglusöm. En...

Óska eftir húsnæði um Þjóðhátíð

16. apríl kl. 14:24 | Til leigu
Við erum nokkrar stelpur á tvítugsaldri saman sem vatnar svefn- og snyrtiaðstöðu um þjóðhá...

Ó.E húsnæði yfir þjóðhátíð

16. apríl kl. 13:50 | Til leigu
Reglusamt fólk á þrítugsaldri óskar eftir húsi/íbúð til leigu yfir þjóðhátíðar helgin...