Senda inn efni
3. júlí kl.16:17 | fotbolti.net

Valitor bikarinn

ÍBV stelpurnar dottnar úr bikarnum

ÍBV tók á móti Aftureldingu í áttaliða úrslitum Valitors-bikarsins í gær.
 
 
 

ÍBV byrjaði með boltann og gegn vindi. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað, bæði liðin voru að berjast á fullu en ÍBV fékk þó hættulegri færi og hélt boltanum meira.
 
Jacqceline T Des Jardin, markmaður Aftureldingar, átti mjög góðan leik í gær og varði tvisvar með stuttu millibili vel frá Dönku Podovac þegar hún tók aukaspyrnu og svo þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir átti hættulega fyrirgjöf en hún náði að koma fingurgómunum í boltann áður en boltinn hefði endað hjá Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem stóð ein og óvölduð í teignum.
 
Seinni hálfleikurinn var tíðindalítill en byrjaði þó með þungri sókn ÍBV þar sem að Hlíf Hauksdóttir átti þrumuskot rétt framhjá.
 
Þegar dómarinn flautaði 90 mínúturnar af tók við framlenging og í fyrri hálfleik framlengingarinnar voru gestirnir mun sterkari en heimaliðið. Í seinni hálfleiknum í framlengingunni var lítið að frétta og voru bæði liðin ólíkleg til að skapa sér eitthvað verðmætt og því var vítaspyrnukeppni það eina sem gat útkljáð leikinn.
 
ÍBV 5-6 Afturelding
Vítaspyrnur:
0-1 Marcia Rosa Silva
1-1 Julie Nelson
1-2 Kristín Tryggvadóttir
1-3 Lára Kristín Pedersen
2-3 Elísa Viðarsdóttir
3-3 Birna Berg Haraldsdóttir
3-4 Svandís Ösp
4-4 Kristín Erna Sigrulásdóttir
4-5 Sesselja Líf Valgeirsdóttir
5-5 Sóley Guðmundsdóttir
5-6 Halldóra Þóra Birgisdóttir
 
 
 
 
 
 
 
 

Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

Íbuð til leigu yfr Goslok/pæjumót og allar hel...

23. apríl kl. 13:27 | Til leigu
Erum ungt par með íbúð til leigu goslok og PÆJUMÓT. Einnig skoða ég aðrar helgar í sumar(f...

Óskum eftir íbúð á Þjóðhátíð 2014

22. apríl kl. 21:34 | Til leigu
Við erum 4-6 stelpur í íbúðarleit fyrir Þjóðhátíð. Við erum 19 ára og erum vanar að fe...

Óska eftir að kaupa Þjóðhátíðartjald!!

21. apríl kl. 14:06 | Til leigu
Óska eftir að kaupa hvítt Þjóðhátíðartjald!!! S:8666223 Íris

Óska eftir húsnæði yfir Þjóðhátið 2014.

21. apríl kl. 14:13 | Húsnæði
Heil og sæl. Við erum 5 stelpur sem vantar gistingu yfir verslunarmannahelgina frá fimmtudeginu...

Húsnæði óskast helgina 20-22 júní

17. apríl kl. 12:32 | Til leigu
Óskum eftir húsnæði helgina 20-22 júní sem rúmar 7 fullorðna. Góðri umgengni heitið. Upp...

Óska eftir húsnæði

16. apríl kl. 19:04 | Húsnæði
Par óskar eftir húsnæði frá föstudegi-mánudags yfir Þjóðhátíð 2014. Mjög reglusöm. En...

Óska eftir húsnæði um Þjóðhátíð

16. apríl kl. 14:24 | Til leigu
Við erum nokkrar stelpur á tvítugsaldri saman sem vatnar svefn- og snyrtiaðstöðu um þjóðhá...

Ó.E húsnæði yfir þjóðhátíð

16. apríl kl. 13:50 | Til leigu
Reglusamt fólk á þrítugsaldri óskar eftir húsi/íbúð til leigu yfir þjóðhátíðar helgin...