Senda inn efni
Hleð
3. mars kl.08:43 | visir.is

Besti leikur Margrétar Láru í nokkur ár

Ísland vann í gær glæsilegan 2-1 sigur á Svíþjóð á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir skoruðu mörk Íslands sem lenti þó marki undir strax í upphafi leiksins.

Svíþjóð er í fjórða sætinu á heimslista FIFA en Ísland hefur aldrei fyrr unnið svo hátt skrifað lið. Þetta er jafnfram fyrsti sigur Íslands á Svíþjóð í tíu tilraunum en þegar þessi lið áttust við á sama móti í fyrra unnu Svíar 5-1 sigur.
 
Svíar eru þar að auki aðeins ein af fjórum Evrópuþjóðum sem komu sér í gegnum undankeppnina fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í sumar.
 
„Þetta var frábær sigur," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari. „Þetta var vel spilaður leikur af okkar hálfu. Leikmenn lögðu mikið á sig og sýndu mikla baráttu og ákveðni til að halda þetta út og ná sigrinum."
 
Sex mánuðir eru síðan að landsliðið kom síðasta saman. „Við náðum tveimur æfingum fyrir þennan leik og einum liðsfundi. Það sýndi sig í upphafi leiksins enda voru þær svolítið ryðgaðar og fengu á sig mark snemma. En við unnum okkur vel inn í leikinn eftir það, voru skiplögð og gáfum fá færi á okkur."
 
Hann hrósaði Margréti Láru sérstaklega en hún hefur átt erfitt uppdráttar síðustu misseri vegna þrálátra meiðsla. „Ég hef ekki séð hana spila jafn vel í nokkur ár. Það er í raun allt annað að sjá til hennar. Hún hefur unnið vel úr sínum meiðslum og ég tel að fáir leikmenn hafi hlupið meira en hún í dag. Markið sem hún skoraði var mjög gott. Hún þefaði færið uppi og kláraði það upp á eigin spýtur. Það er frábært að sjá hana í sínu gamla formi á ný," sagði landsliðsþjálfarinn.
 
Staðan í hálfleik var 1-1 en Katrín kom Íslandi yfir á 54. mínútu af miklu harðfylgi eftir aukaspyrnu Eddu Garðarsdóttur inn í teig.
 
„Eftir það var það bara spurning um að halda einbeitingunni í lagi, berjast, tala saman og halda þetta út. Ég skipti fjórum varamönnum inn á en það skipti engu máli því allir sem fengu tækifæri í dag nýttu það mjög vel. Það er sjaldgæft að vinna svo sterkt lið eftir að hafa lent undir og ég tel líklegt að þetta sé í fyrsta sinn sem það gerist síðan ég tók við liðinu. Ég er virkilega stoltur og ánægður með stelpurnar."
 
Sigurður Ragnar segir að Svíar hafi verið með sitt sterkasta lið í leiknum. „Svíar eru að undirbúa sig fyrir HM í sumar en vantaði tvo leikmenn sem eru meiddir. Það vantaði einnig leikmenn í okkar lið, svo sem Hólmfríði Magnúsdóttur, Dóru Maríu Lárusdóttur og Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur. En það var fyrst og fremst liðsheildin sem var sterk í dag og stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar. Þetta er reynslumikill hópur sem hefur spilað mikið saman undanfarin ár. Það skilaði sér vel í þessum leik þar sem við höfðum lítinn tíma til að undirbúa okkur. Við höfum haldið í okkar leikskipulag sem leikmennirnir þekkja út og inn."
 
Á morgun mætir Ísland liði Kína sem tapaði í gær fyrir Dönum, 1-0. „Það verður skemmtilegt að mæta Kínverjum. Við unnum þær, 4-1, árið 2007 en höfum einnig tapað fyrir þeim á þessu móti. Báðir leikirnir voru jafnir enda liðin jöfn að styrkleika. Vonandi náum við góðum úrslitum og þar með tryggja okkur sterkan andstæðing úr hinum riðlinum í lokaleik okkar hér."
 

Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

Óskum eftir íbúð á Þjóðhátíð 2014

22. apríl kl. 21:34 | Til leigu
Við erum 4-6 stelpur í íbúðarleit fyrir Þjóðhátíð. Við erum 19 ára og erum vanar að fe...

Óska eftir að kaupa Þjóðhátíðartjald!!

21. apríl kl. 14:06 | Til leigu
Óska eftir að kaupa hvítt Þjóðhátíðartjald!!! S:8666223 Íris

Óska eftir húsnæði yfir Þjóðhátið 2014.

21. apríl kl. 14:13 | Húsnæði
Heil og sæl. Við erum 5 stelpur sem vantar gistingu yfir verslunarmannahelgina frá fimmtudeginu...

Húsnæði óskast helgina 20-22 júní

17. apríl kl. 12:32 | Til leigu
Óskum eftir húsnæði helgina 20-22 júní sem rúmar 7 fullorðna. Góðri umgengni heitið. Upp...

Óska eftir húsnæði

16. apríl kl. 19:04 | Húsnæði
Par óskar eftir húsnæði frá föstudegi-mánudags yfir Þjóðhátíð 2014. Mjög reglusöm. En...

Óska eftir húsnæði um Þjóðhátíð

16. apríl kl. 14:24 | Til leigu
Við erum nokkrar stelpur á tvítugsaldri saman sem vatnar svefn- og snyrtiaðstöðu um þjóðhá...

Ó.E húsnæði yfir þjóðhátíð

16. apríl kl. 13:50 | Til leigu
Reglusamt fólk á þrítugsaldri óskar eftir húsi/íbúð til leigu yfir þjóðhátíðar helgin...

ÓE íbúð/húsi yfir Þjóðhátíðarhelgina!

16. apríl kl. 12:46 | Til leigu
Hæhæ! Óska eftir íbúð/húsi yfir Þjóðhátíðina. Við erum 8-9 stelpur í kringum tvítugt...