Senda inn efni
25. nóvember kl.10:38 | eyjar.net

Endalausa pælingin

Fimmtudagsþruman frá Tryggva Hjaltasyni

Virkar lýðræði?
Þegar að lýðræði tók að festa rætur sem ríkjandi stjórnkerfi í hinum vestræna heimi þá lá það ljóst við að til þess að lýðræði gæti virkað þá þyrfti menntakerfi sem myndi hlúa að lýðræðinu. Fólk þurfti menntun til að geta tekið upplýstar ákvarðanir um málefni sem kosið var um.
 

Það liggur því ljóst að skólakerfi lýðræðisríkis ætti að mennta þegna ríkisins um mál sem þegnar koma til með að þurfa að taka ákvarðanir um í hinu lýðræðislega kerfi.
 
ef ég byggi á Íslandi myndi ég kjósa 7638
 
Ég er frambjóðandi til stjórnlagaþings og eins og allir sem hafa eitthvað fylgst með minni kosningabaráttu hafa komist að þá er ég ekki hrifinn af því að stjórnlagaþing fari á dagskrá á þessum tíma og með þessari framkvæmd. Ég tel hinsvegar að ein besta arfleið stjórnlagaþingsins fyrir framtíðina á Íslandi verði sú að heil kynslóð Íslendinga hefur nú kynnt sér stjórnarskrá Íslands og virkar umræður farið fram um hana. Þegar ég stundaði háskólanám í Bandaríkjunum dáðist ég alltaf af því hversu vel bandarískir samnemendur mínir þekktu stjórnarskrá sína og gátu vitnað í hana. Hér eftir fer þetta kannski að verða raunin á Íslandi
 
Upplýsing er eitt af því sem ég hef velt fyrir mér varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Tökum Evrópusambandið sem dæmi. Núna hafa flestir Íslendingar sterka skoðun á hvort Ísland eigi, eða eigi ekki að ganga í Evrópusambandið. Sú spurning er samt gífurlega flókin og krefst alveg hrikalega mikillar bakgrunns upplýsingaöflunar til þess að geta tekið fyllilega upplýsta ákvörðun þar sem megnið af kostum og göllum eru vegnir gegnt hvort öðrum. Gallinn er sá að svona mál eins og ESB og IceSave geta verið tímabundin og sértæk og þess vegna gengi ekki að setja það inn í grunnmenntakerfið að allir ættu að læra t.d. um Icesave, slíkt myndi ekki halda gildi sínu til lengdar þar sem þetta er einungis tímabundið mál. Hverjir verða þá helstu menntastofnanir landsins í svona málum? Fjölmiðlarnir. Gífurlegt vald er þeim falið og það verður bara að segjast að fjölmiðlar eru oftar en ekki hlutdrægir og óhæfir til að sinna þessu hlutverki fyllilega. Þess vegna er spurningin, getur lýðræði og beinar þjóðar atkvæðagreiðslur virkað?
 
Niðurstaðan er sú að ábyrgðin liggur hjá kjósandanum og ábyrgðin er gífurleg, valdið liggur hinsvegar að miklu leyti hjá fjölmiðlunum.
 
Ég hef oft velt því fyrir mér hvað gæti verið besta kerfið. Stundum hef ég hugsað, að það besta væri kannski að hafa bara einræðisherra, en það myndi þá byggja á því að fá einhvern algerlega æðislegan einræðisherra sem gerir varla mistök og er eiturskarpur, óspillanlegur og lætur vald ekki stíga sér til höfuðs. Ég er því miður ekki að sjá það gerast og fellur það kerfi því um sjálft sig af sömu ástæðu og kommúnismi, það er einfaldlega ekki hægt að treysta fólki almennt til að framfylgja svona útópískum hugmyndum. Til að gera langa sögu stutta og hlaupa beint að niðurstöðu minni í þessari endalausu pælingu, þá held ég að við séum bara ansi vel sett í núverandi lýðræðiskerfi. En þá þurfa líka þegnar að taka ábyrgð sína alvarlega, taka þátt í lýðræðinu, nýta kosningarétt sinn með ábyrgð og kynna sér málefnin, þá þurfa fjölmiðlum svo að vera settar skýrar reglur, njóta þó málfrelsis og hafa háar kröfur og ekki má einoka markaðin. Þá þarf gífurlega öflugt menntakerfi sem upplýsir þegna eins vel og hægt er.
 
Já þetta er langt og strangt og ekki auðvelt, en hugsið ykkur hamingjuna og frelsið í því að taka þátt í að móta framtíðarheiminn þinn, vera upplýstur um hann og geta tekið þátt í að þróa hann til betri vegar. Það hefur verið draumur kynslóða í aldir, núna njótum við þess og hver veit hversu lengi.
 
Farðu og kjóstu rétt lesandi góður
 
Mundu svo að rétt er 7638
 
Höfundur gæti verið hlutdrægur
 
Kosningarkveðja
 
Lifi lýðræðið, frelsið, hamingjan og viskan
 
Tryggvi
 
ATH: ekki er ljóst hvort konan frá Íran á myndinni hafi í raun sagt þetta, reynt var að lesa úr vörum hennar!
 

Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

Íbúð til leigu

23. júlí kl. 06:56 | Til leigu
Er með 82.fm. 2.herbergja íbúð í breiðholti til leigu.Hentar vel námi í vetur.Er laus í lok...

þjóðhátíðartjald og fl

22. júlí kl. 14:56 | Annað
Þjóðhátíðartjald,bekkur,borð,koffort og fleira til sölu.Allt selts í einum pakka. Tilboð ...

3 herbergja íbúð til leigu.

21. júlí kl. 23:49 | Til leigu
Frábær íbúð til leigu í miðbæ vestmannaeyja. 3 herbergja, allt nýlegt innandyra. Vonast er ...

Herbergi í langtímaleigu í vetur

21. júlí kl. 16:34 | Til leigu
Til leigu herbergi (fleiri en eitt) með sameiginlegri snyrtingu og eldhúsi í miðbæ Vestmannaeyj...

Studío Íbúð til leigu

21. júlí kl. 14:33 | Til leigu
Til leigu 35m2 stúdío íbúð. Komið er inní forstofu þar sem er eldhús og WC með sturtu....

vinnu á þjóhatið

19. júlí kl. 15:26 | Atvinna
óska eftir vinnu við ýmislegt á þjóhátið erum tvö sman 54ára og 56 siminn er 5723358 er v...

Óska eftir íbúð til leigu

18. júlí kl. 11:08 | Til leigu
Óska eftir íbúð til leigu í nokkra mánuði eða lengur allt kemur til greina uppl í síma 864...

Húsnæði óskast yfir Þjóðhátíð 2014

15. júlí kl. 22:39 | Til leigu
Erum sirka 8 manns á fertugsaldri og vantar okkur húsnæði (hús/íbúð) yfir þjóðhátíð 20...