Senda inn efni
21. október kl.06:00 | eyjar.net

Hægri, vinstri: Veistu hvort þú ert?

Fimmtudagsþruman frá Tryggva Hjaltasyni

Er ekki orðið tímabært að vita hvar maður stendur?
Þruma dagsins hefst á játningu: eftirfarandi skrif eru ekki glæný og eru ekki skrifuð á miðvikudagskvöldi eins og flestar þrumur hingað til! Það breytir því hinsvegar ekki að skrifin eiga eins vel við í dag eins og þegar þau voru skrifuð. Þá vil ég einnig vita hvort einhverjum dyggum lesendum tókst að klára hversdagsbrjótinn sem var settur fyrir í síðustu þrumu? Kláraði einhver helming listans eða jafnvel meira? Endilega skiljið eftir athugasemd ef þið stóðuð ykkur það vel, en snúum okkur að kjarna þrumu dagsins.
 
 

Í tilefni að því að ég hef rætt við allt of marga sem segja eitthvað eins og: "Já ég er klár hægrimaður" en við 5 mín. spjall kemur í ljós að einstaklingurinn er ekki meira hægri en galdrakona (gengið út frá því að þær séu vinstri) þá ákvað ég að taka saman smá lista yfir hvað það þýðir að standa hægra megin og vinstra megin eða í miðjunni.
 
Uppruni:
 
Hugtaksins um að vera hægra eða vinstra megin í stjórnmálum er komið frá Frakklandi, frá tímabili Frönsku Byltingarinnar. En þegar þing byltingarinnar sem kom út úr löggjafar fundi árið 1791 var starfandi þá röðuðu íhaldssamari meðlimir sér hægra megin og róttækari meðlimir vinstra megin. Fæddist þá hugmyndin um íhaldið og róttæklingana.
 
Jæja úr því þetta er komið á hreint þá skulum við skoða nokkur af helstu einkennum þess að vera vinstra megin eða hægra megin í pólitík:
 
 
Vinstri…
 
Þú stendur vinstra megin ef þú aðhyllist:
 
· Jafna skiptingu auðs, launa
 
· Þú villt að ríkið skipti sér af efnahagsmálum
 
· Réttindi vinnumannsins
 
· Þér finnst að ríkinu beri að styðja við og halda uppi velferðarkerfi þar sem getulausir, atvinnulausir, veikir,
osfrv fái stuðning.
 
Hægri…
 
Þú stendur hægra megin ef þú aðhyllist:
 
· Fólk fær laun byggt á því hvað það áorkar
 
· Að ríkið skipti sér sem minnst af þegnum sínum og einkaframtakinu
 
· “Laissez-faire” sem þýðir í lauslegri þýðingu: “látum það rúlla”
 
· Réttindi atvinnurekandans, þ.e. til þess að ráða og reka þá sem hann vill og í raun reka fyrirtækið sitt eins og honum sýnist.
 
Kostir og gallar… (ef hugmyndafræðin virkar í kenningu, sem hefur nær hvergi gerst)
 
Vinstri…
 
Kostir:
 
· Minna bil milli ríkra og fátæka
 
· Fólk almennt séð á ekki að þurfa að hungra og er sinnt af velferðarkerfi ef það á erfitt eða getur ekki séð um sig sjálft.
 
· Verkamaðurinn hefur meiri réttindi (ef þér finnst það vera kostur)
 
· Þjónusta (eins og heilbrigðis) á að ná til allra (en er almennt séð verri)
Gallar:
 
· Hæfasta fólkið þrífst illa í vinstri umhverfum, þar sem það telur sig ekki vera verðlaunað eftir getu. Lang-menntað fólk t.d. fær lítið hærri (ef hærri) laun en minna menntað fólk
 
· Ýtir undir stöðnun.
 
· Einkaframtakið er illa metið og vinnufólk í vinstri umhverfum er almennt afkastaminna en í hægri umhverfum (í sögulegum skilning) þar sem hvatningu vantar oft.
 
· Þjónusta verri (en á að ná til allra)
 
Hægri…
 
Kostir:
 
· Einkaframtakið þrífst sem ýtir undir framfarir.
 
· Fólk á almennt séð betri möguleika á því að verða vel efnað.
 
· Afkastameiri efnahagir, þar sem einkafyrirtæki eru nær undantekningarlaust afkastameiri en ríkisrekin
fyrirtæki.
 
· Betri þjónusta
 
Gallar:
 
· Meira bil milli ríkra og fátæka
 
· Einkafyrirtæki fá oft tiltölulega mikið vald yfir almenning (sbr. Við ríkistjórnina í Vinstri umhverfi)
 
· Dýrari þjónusta
 
Það er ekkert ríki í heiminum sem er algerlega til hægri og ekkert ríki í heiminum sem er algerlega til vinstri. Öll ríki í heiminum eru samblanda af hægri og vinstri stefnu, spurningin er frekar hvort að þau hallist meira til hægri eða vinstri.
 
Í heiminum í dag eru bestu sýnidæmin fyrir hægristjórn líklegast Bandaríkin og fyrir vinstristjórn, lönd eins og Kúba og Venezúela. En eins og áður segir, þessi ríki eru öll blönduð.
 
Á Íslandi hallast þrír flokkar til vinstri: Samfylkingin, Vinstri Grænir og Hreyfingin og einn flokkur til hægri: Sjálfstæðisflokkurinn, hinir tveir verða líklegast að teljast til miðjuflokka, þó Framsókn hafi verið frekar hægri sinnuð undanfarin ár þá er hún búnað færast inn á miðjuna með breyttum áherslum. Um þetta er þó deilt, t.d. vilja sumir meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé öfga hægriflokkur á meðan aðrir kalla hann vinstri flokk, en í almennum skilning þá telst Sjálfstæðisflokkurinn vera mildur hægri flokkur.
 
Ég tek það fram að það vantar margt í þessa punkta, ég vildi taka til aðal atriðin til þess að fólk nái að fóta sig ef það er að velta þessu fyrir sér. Þá er að sjálfsögðu enginn nauðsyn að flokka sig öðru hvoru megin, margir velta bara sérhverju málefni fyrir sér út frá kostum þess og göllum. Tilhneigingin er þrátt fyrir það sú að í kjarnan aðhyllast flestir aðra hvora skoðunina og koma til með að meta málefni út frá henni. Það sem er hinsvegar hættulegt og sérstaklega fyrir lítið land eins og Ísland er ef að fólk verður brennimerkt: “já þetta er bara vinstri kommatittur” eða “já hann er algjör frjálshyggjupési” og verður það eða málstaður þess þ.a.l. ekki metið/n af eigin verðleikum.
 
Ef einhver lenti í því eftir að hafa lesið í gegnum þessi skrif að átta sig á því að hann/hún var ekki sammála þeirri stefnu sem hingað til hann/hún hefur merkt sig í, þá skora ég á þann sama að endurskoða málið eins hlutlaust og hægt er. Einstaklingurinn á að vera í sífelldri endurskoðun.
 
Gamalt máltæki gefur ágæta sýn á hvað ég á við þó ég sé ekki að leggja blessun mína yfir það:
 
“Ef þú ert ekki til vinstri þegar þú ert ungur þá hefurðu ekkert hjarta. Ef þú ert ekki til hægri þegar þú ert gamall þá hefurðu engann heila.” (lausleg þýðing höfundar)
 
Virðing
 
Tryggvi
 
 

Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

Íbúð til leigu

23. júlí kl. 06:56 | Til leigu
Er með 82.fm. 2.herbergja íbúð í breiðholti til leigu.Hentar vel námi í vetur.Er laus í lok...

þjóðhátíðartjald og fl

22. júlí kl. 14:56 | Annað
Þjóðhátíðartjald,bekkur,borð,koffort og fleira til sölu.Allt selts í einum pakka. Tilboð ...

3 herbergja íbúð til leigu.

21. júlí kl. 23:49 | Til leigu
Frábær íbúð til leigu í miðbæ vestmannaeyja. 3 herbergja, allt nýlegt innandyra. Vonast er ...

Herbergi í langtímaleigu í vetur

21. júlí kl. 16:34 | Til leigu
Til leigu herbergi (fleiri en eitt) með sameiginlegri snyrtingu og eldhúsi í miðbæ Vestmannaeyj...

Studío Íbúð til leigu

21. júlí kl. 14:33 | Til leigu
Til leigu 35m2 stúdío íbúð. Komið er inní forstofu þar sem er eldhús og WC með sturtu....

vinnu á þjóhatið

19. júlí kl. 15:26 | Atvinna
óska eftir vinnu við ýmislegt á þjóhátið erum tvö sman 54ára og 56 siminn er 5723358 er v...

Óska eftir íbúð til leigu

18. júlí kl. 11:08 | Til leigu
Óska eftir íbúð til leigu í nokkra mánuði eða lengur allt kemur til greina uppl í síma 864...

Húsnæði óskast yfir Þjóðhátíð 2014

15. júlí kl. 22:39 | Til leigu
Erum sirka 8 manns á fertugsaldri og vantar okkur húsnæði (hús/íbúð) yfir þjóðhátíð 20...