Senda inn efni
30. september kl.06:00 | eyjar.net

Það er of mikil hreyfing að þurfa að hreyfa sig

Fimmtudagsþruman frá Tryggva Hjaltasyni

Vor óhreyfða þjóð
Það kom blaut tuska í andlitið á Íslendingum, sem hafa gert gys að nágrannaríkinu Bandaríkjunum undanfarin ár fyrir að vera svo feitir, þegar í ljós kom að hér á landi er 60% þjóðarinnar eða næstum tveir af hverjum þrem Íslendingum yfir kjörþyngd og 20% eða einn af hverjum fimm sem flokkast undir offitusjúklinga.
 
 
 

Ekki ætlar Fimmtudagsþruman að þessu sinni að fara að ræða heilbrigt mataræði eða góða hreyfingu, höfundur dregur þá ályktun að í kjölfar mikilla umræðu um slík málefni undanfarin ár þá ættu þeir sem vilja að vita um slíkt að vita nóg um slíkt.
 
Fimmtudagsþruman ætlar hinsvegar að leggja fram tilgátu um hvernig þetta gæti hafa gerst.
 
 
Ég er alinn upp í Vestmannaeyjum og hef alla tíð verið mikið fyrir hreyfingu og þá helst eitthvað sem er hasar í, ég hef æft nær allar íþróttagreinar á einhverju tímabili og í Vestmannaeyjum hef ég alltaf verið duglegur að hreyfa mig, klifra fjöll, fara í frisbee á kvöldin, fótbolta á sparkvellinum, sund og svona mætti áfram telja. En núna er ég nýfluttur á höfuðborgarsvæðið þar sem einmitt nokkurn vegin 60% þjóðarinnar býr. Ég komst að því að það er fáránlega mikið vesen að hreyfa sig hérna í borginni og kemur öll hreyfing með háum verðmiða.
Sem dæmi:
 
Í Vestmannaeyjum: Ef ég fæ þá hugmynd í að fara í frisbee, þá tek ég upp síman og hringi í 2-3 félaga segi þeim að koma í frisbee á Stakkó eftir 10 mínútur og taka einhvern með sér, set svo status á Facebook að allir séu velkomnir niður á Stakkó í Frisbee (eða tennisgolf, eða fótbolta....) svo fer ég niður á Stakkó og eftir 10 mínútur eru 10-20 manns byrjaðir að spila frisbee, ég er kominn heim eftir svona 1-2 klst og get farið að lesa góða bók við arin eldinn, þeas ef ég ætti arin. Heildartími undirbúnings um 10 mínútur.
 
Á höfuðborgarsvæðinu: Ég er að klára vinnu (eða tíma), klukkan er 15:30 og mig langar að taka Frisbee í laugardalnum, ég hringi, þarf að hringja í 5-6 manns lágmark og það þarf að redda öllum fari sem ekki eiga bíl, það þarf að skipuleggja stað og sjá til þess að hann sé laus, það þarf að finna út hverjir búa næst þeim stað, svo þarf að skipuleggja keyrsluna og flestir þurfa 1-2 klst fyrirvara til að geta reddað sér fari, eða komið sér á svæðið. Það nægir ekki að setja status á Facebook, það skilar amk mjög sjaldan einhverjum á höfuðborgarsvæðinu. Meðaltími frá ákvörðun: (og þetta mældi ég yfir tvö sumur) er 1,5 klst að redda nóg af fólki 2,5 klst þar til það er hægt að byrja að spila, 35 mín að skutla öllum heim og koma sér sjálfur heim. Semsagt heildar skipulags tími á sömu hreyfiaðgerð (að spila Frisbee) er um 4 klst og 35 mín.
 
Já ég skal það viðurkenna að höfuðborgarsvæðið braut þennan frumkvöðla anda niður í mér að nokkru leyti, amk var ég ekki eins duglegur að taka skyndiákvarðanir varðandi hóphitting í einhverri hreyfingu og varð yfirleitt að byrja að skipuleggja einhvern svona hitting deginum áður eða upp úr hádegi sama dag.
 
Eftir að hafa kynnst þessu, setti ég það í annað ljós hvað það þýðir að halda sér í einhverri heilbrigðri hreyfingu í borg, það er bara ekki það sama og að gera það á stað eins og í Vestmannaeyjum.
 
Svo má auðvitað ekki gleyma því að maður nennir ekkert að labba á höfuðborgarsvæðinu, og svo er næsta búð við mig ísbúð, en það er e.t.v. hlutlægt mat að reikna með að allir búi við hliðin á ísbúð!
 
Hreyfikveðja
 
Tryggvi
 

Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

Óska eftir húsnæði um Þjóðhátíð

16. apríl kl. 14:24 | Til leigu
Við erum nokkrar stelpur á tvítugsaldri saman sem vatnar svefn- og snyrtiaðstöðu um þjóðhá...

Ó.E húsnæði yfir þjóðhátíð

16. apríl kl. 13:50 | Til leigu
Reglusamt fólk á þrítugsaldri óskar eftir húsi/íbúð til leigu yfir þjóðhátíðar helgin...

ÓE íbúð/húsi yfir Þjóðhátíðarhelgina!

16. apríl kl. 12:46 | Til leigu
Hæhæ! Óska eftir íbúð/húsi yfir Þjóðhátíðina. Við erum 8-9 stelpur í kringum tvítugt...

Óska eftir íbúð yfir þjóðhátíð

15. apríl kl. 23:08 | Húsnæði
Góðan dag, ég heiti Bryndís Karen og er 21 árs. Ég óska eftir íbúð yfir Verslunarmannahe...

ÓE Íbúð/Húsi til leigu yfir Verslunarmannahel...

15. apríl kl. 17:33 | Til leigu
Erum 5-6 21. árs gamlar stelpur sem erum að leita okkur að gistingu á þjóðhátíð. Höfum ...

Fyrirmyndarfólk Ó.E. að leigja íbúð/einbýli...

16. apríl kl. 11:48 | Til leigu
Við erum 4 pör, á aldrinum 25-30 ára og óskum eftir að leigja íbúð eða einbýlishús í ey...

Fyrirmyndarfólk Ó.E. að leigja íbúð/einbýli...

16. apríl kl. 11:48 | Til leigu
Við erum 4 pör, á aldrinum 25-30 ára og óskum eftir að leigja íbúð eða einbýlishús í ey...

ÓE íbúð/húsi yfir verslunarmannahelgina.

15. apríl kl. 01:52 | Til leigu
Sæl veriði. Erum 5 drengir allir 20 ára gamlir og erum í leit að íbúð yfir verslunarmannahe...