Senda inn efni
15. júlí kl.06:00 | eyjar.net

Ofurveldið Ísland

Fimmtudagsþruman frá Tryggva Hjaltasyni

Mikilvægi Íslands kemur fram í mörgum spádómum, svona gæti framtíðin litið út.
 
Það er gnægðin öll af spádómum sem segja að Ísland muni taka forystuhlutverk og leiða heiminn fram úr myrkri, m.a. frá forn Kína, letur í píramídum Egyptalands o.fl. Það er meira að segja vers í Biblíunni sem hljómar svona:
 

Jesaja 9
1Sú þjóð, sem í myrkri gengur,
sér mikið ljós.
Yfir þá sem búa í landi náttmyrkranna
skín ljós.
 
Þetta hafa margir viljað meina að eigi við Ísland. Þá er einnig ákveðinn túlkun af spádómum Nostradamusar sem einnig gefur Íslandi mikið vægi við að koma á friði í heiminum út frá þriðju heimsstyrjöldinni.
 
Ekki ætla ég að styrkja eða vefengja gildi þessa spádóma hér, en þetta er áhugavert og má alveg skoða það hvert hlutverk Íslands væri á alþjóðasviðinu ef við hefðum aðeins meiri massa í þeim málaflokk.
 
Ég gef mér eftirfarandi forsendur:
 
Það er árið 2074 og Ísland er orðið að stórveldi. Viðsnúningurinn hófst í kjölfar mikilla efnahagsþrenginga á tímabilinu 2008-2012. Ísland tók efnahag sinn og utanríkisstefnu algerlega í gegn á þessu tímabili og í ljósi þess að hér var mjög öruggur aðgangur að vatni, endurnýtanlegum náttúruauðlindum og lítið af mengun voru skilyrði fyrir frekari vexti. Í kjölfar alheimshlýnunar varð veðurfar á Íslandi mjög milt og þægilegt og nánast allt landið fór að verða mjög fýsilegt til ræktunar og búsetu. Vestmannaeyingar voru t.d. fyrstir íslendinga til að rækta appelsínur og gróðursetja pálmatré árið 2025. Ísland tryggði sér aðgang að náttúruauðlindum norðurskautsins sem komu í ljós þegar bráðnun jökulsins opnaði fyrir aðgang. Fljótlega urðu hér miklar tækniframfarir á sviði endurnýjanlegrar orkunýtingar, sérstaklega jarðvarma og einnig í ræktun erfðabreytta matvæla sem tryggði von í baráttunni við hungur.
 
Efnafólk og menntafólk fór að sækja í stríðum straumum til landsins og vildi fá atvinnuleyfi og ríkisborgararétt. Íslendingar voru fyrir mjög menntuð þjóð og var stór hluti þjóðarinnar gerður að eins konar stjórnsýsluaparati til að skipuleggja það að taka við þeim bestu og hæfustu úr heimskerfinu sem höfðu gefist upp á válegum aðstæðum heima fyrir.
 
Brátt voru höfuðstöðvar mjög öflugra fyrirtækja staðsettar hér á landi og öflugur fjármála og tæknigeiri byggðist hér upp. Samfara því fór að byggjast upp eins konar miðstöð alþjóðatengsla og samskipta og Evrópusambandið beit sig í handarbökin yfir því að hafa ekki náð Íslandi undir sinn væng þegar landið var meira berskjaldað. Mjög góð tengsl landsins við Norðurlöndin hafa verið kjarninn í utanríkisstefnu sem hefur verið byggt á og óx landið undir verndarvæng Bandaríkjanna í öryggismálum.
 
Það búa um 50 milljónir manna á Íslandi sem þýðir að landið er ekki einu sinni eitt af 20 fjölmennustu ríkjum veraldar. Þrátt fyrir það er hér eitt sterkasta og öruggasta hagkerfi heims og eru grunnstoðir þess m.a. hátt menntunarstig, lítil spilling, mikil sérþekking og góð ímynd og alþjóðatengsl sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir síðustu 50 árin.
 
 
Þá er bara að bretta upp ermar og fara að undirbúa þetta. Það skemmtilega við að búa á Íslandi er að vegna smæðar landsins er mjög auðvelt að hafa áhrif hér á landi og viðsnúningur verður hér á margföldum hraða miðað við önnur ríki t.d. ef litið er til efnahagsbata, hugarfarsbreytinga eða stefnubreytinga. Slíkt getur reynst vá sem vopn eins og ný yfirstaðnir atburðir hafa sýnt okkur, en það þýðir ekki að láta það drepa niður íslenska frumkvæðið, íslenska kraftinn, já íslenska víkinginn. Möguleikarnir fyrir landið okkar litla eru gífurlegir, þá þarf bara að virkja.
 
Kappakveðja
 
Virðing
 
Tryggvi
 

Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

þjóðhátíðartjald og fl

22. júlí kl. 14:56 | Annað
Þjóðhátíðartjald,bekkur,borð,koffort og fleira til sölu.Allt selts í einum pakka. Tilboð ...

3 herbergja íbúð til leigu.

21. júlí kl. 23:49 | Til leigu
Frábær íbúð til leigu í miðbæ vestmannaeyja. 3 herbergja, allt nýlegt innandyra. Vonast er ...

Herbergi í langtímaleigu í vetur

21. júlí kl. 16:34 | Til leigu
Til leigu herbergi (fleiri en eitt) með sameiginlegri snyrtingu og eldhúsi í miðbæ Vestmannaeyj...

Studío Íbúð til leigu

21. júlí kl. 14:33 | Til leigu
Til leigu 35m2 stúdío íbúð. Komið er inní forstofu þar sem er eldhús og WC með sturtu....

vinnu á þjóhatið

19. júlí kl. 15:26 | Atvinna
óska eftir vinnu við ýmislegt á þjóhátið erum tvö sman 54ára og 56 siminn er 5723358 er v...

Óska eftir íbúð til leigu

18. júlí kl. 11:08 | Til leigu
Óska eftir íbúð til leigu í nokkra mánuði eða lengur allt kemur til greina uppl í síma 864...

Húsnæði óskast yfir Þjóðhátíð 2014

15. júlí kl. 22:39 | Til leigu
Erum sirka 8 manns á fertugsaldri og vantar okkur húsnæði (hús/íbúð) yfir þjóðhátíð 20...

Íbúð til langtímaleigu

14. júlí kl. 19:44 | Til leigu
Er með til leigu 3ja herbergja íbúð á góðum stað í bænum í nágrenni við Barnaskólann. ...