Senda inn efni
9. júlí kl.23:57 | eyjar.net

Endurkoma víkingsins

Fimmtudagsþruman frá Tryggva Hjalta

Leiðarvísir fyrir nútímavíkinga
 
Í einum af vetrarstormunum sem geisuðu svo títt á árinu fór ég að velta fyrir mér hversu harðir forfeður okkar Íslendinga hafa verið. Verandi hér á landi í fortíðinni hefur ekki verið eintómt brauð með smjöri, það hefur þvert á móti verið harðasta lífsbarátta.

 
Forfeður okkar þurftu að útvega sér mat án aðstoðar nútíma verslunarkerfa eða tækjabúnaðar, lifa með sjúkdómum og veikindum án nútíma læknisþjónustu og lifa af mjög harða vetra án nútíma húsnæðis og upphitunar. Svona mætti áfram telja, en ég reikna með að lesendur geri sér flestir grein fyrir hversu ótrúlega harður maður þurfti að vera til að vera Íslendingur á þessum tíma.
 
Þessar pælingar mínar leiddu til mjög skemmtilegrar umræðu við móður mína, sem er fróð kona mjög. Hún setti fram þá góðu tilgátu að á Íslandi hefði eflaust aðeins harðgert fólk þrifist og væri það vafalaust ein ástæða þess að Íslendingar í dag væru almennt séð svona hraustir í dag. Enda voru víkingarnir engar kveifar og eru afrek þeirra í samanburði við hreðjarnar, hér nefni ég t.d. landafundin Vínland og hina ýmsu sigra.
 
Ég hef alltaf fengið mikla virðingu fyrir það erlendis að vera af víkingum kominn. Fólk sér víkinga sem óttalaus hraustmenni. Það má að sjálfsögðu einnig segja margt slæmt um víkingana, þeir voru þekktir fyrir að ver blóðþyrstir villimenn sem réðust á strandaþorp víðsvegar í Evrópu, en fáir munu nokkur tímann efast um hversu harðir þeir voru og það er viðfangsefni okkar í dag.
 
Niðurlagið sem ég er að koma að og ég reikna með að margir séu á þessum tímapunkti byrjaðir að hugsa um er: hvar eru íslensku víkingar dagsins í dag?
 
Hér á ég vissulega við út frá þessu harðjaxlasjónarhorninu, ég er ekki að biðja um afturkomu til þess að brenna þorp í nágrannalöndum. Sumir hafa sagt að Jón Páll hafi verið síðasti víkingurinn, hann var vissulega góð fyrirmynd og landkynning fyrir Ísland.
 
En hvernig gætum við kippt þessu í liðinn, hvað myndi t.d. felast í því að vera nútímavíkingur?
 
Ég tók mér það bessaleyfi að setja upp smá leiðsögn að nútíma víkingalífi og hvet alla lesendur, sérstaklega karlkyns að taka eftirfarandi punkta til íhugunar.
 
Hvernig á að vera nútímavíkingur:
 
*Borðaðu mikið af kjöti, skerðu aldrei frá fitu og drekktu lýsi eða mysu með.
 
*Það er bannað að setja sykur eða mjólk út í skyrið sitt.
 
*Ef eitthvað bilar í húsinu reynir þú eftirfarandi aðferðir til að lagfæringar í þessari röð: lyfta því, hrista það, berja það, öskra á það, ræða aðrar lausnir við félagana.
 
*Hver dagur verður að innihalda líkamlegt erfiði, farðu t.d. niður á höfn og vertu lyftari, færðu fiskikör eða skrepptu í löndun. Ef þú ferð í þrek, þá máttu aldrei fara á hlaupabretti eða stigavél og átt helst bara að nota laus lóð og mikla þyngd.
 
*Vertu duglegur að eignast börn og hafðu aga á þeim, Ættin er mikils virði og það er einnig fjölskylduheiðurinn. Haltu reglulega ættarmót, þar sem ættarstyrkurinn er prófaður í hinum ýmsu keppnum.
 
*Lærðu að laga og sjá um hlutina sjálfur, grundvallarþekking í smíðum, tækjalagfæringum hvort sem það eru bílar eða herþyrlur og hvers konar handavinnu er æskileg.
 
*Vertu góður sundmaður.
 
*Lærðu á náttúruna, farðu í egg, lærðu að klifra, fiska, kveikja eld, byggja skýli.
 
*Þú útkljáir málin í sjómann, kapphlaupi, einvígi eða hvers konar keppnum sem reyna á þrótt, dugnað, hugrekki og líkamsburði.
 
*Þú ert stoltur af landi þínu og þjóð og ert reiðubúinn að vernda það.
 
Þetta ætti að koma flestum vel af stað í það að rifja upp gamla góða harðjaxla víkingaarfinn okkar. Af hverju að rifja upp arfinn spyrja e.t.v. einhverjir? Það er til þess að við verðum ekki lin þjóð sem tapar öllum utanríkisdeilum deyjum öll úr væsklu ef það koma erfiðir tímar.
 
Takk fyrir
 
Tryggvi
 
 

Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

Óska eftir húsnæði

16. apríl kl. 19:04 | Húsnæði
Par óskar eftir húsnæði frá föstudegi-mánudags yfir Þjóðhátíð 2014. Mjög reglusöm. En...

Óska eftir húsnæði um Þjóðhátíð

16. apríl kl. 14:24 | Til leigu
Við erum nokkrar stelpur á tvítugsaldri saman sem vatnar svefn- og snyrtiaðstöðu um þjóðhá...

Ó.E húsnæði yfir þjóðhátíð

16. apríl kl. 13:50 | Til leigu
Reglusamt fólk á þrítugsaldri óskar eftir húsi/íbúð til leigu yfir þjóðhátíðar helgin...

ÓE íbúð/húsi yfir Þjóðhátíðarhelgina!

16. apríl kl. 12:46 | Til leigu
Hæhæ! Óska eftir íbúð/húsi yfir Þjóðhátíðina. Við erum 8-9 stelpur í kringum tvítugt...

Óska eftir íbúð yfir þjóðhátíð

15. apríl kl. 23:08 | Húsnæði
Góðan dag, ég heiti Bryndís Karen og er 21 árs. Ég óska eftir íbúð yfir Verslunarmannahe...

ÓE Íbúð/Húsi til leigu yfir Verslunarmannahel...

15. apríl kl. 17:33 | Til leigu
Erum 5-6 21. árs gamlar stelpur sem erum að leita okkur að gistingu á þjóðhátíð. Höfum ...

Fyrirmyndarfólk Ó.E. að leigja íbúð/einbýli...

16. apríl kl. 11:48 | Til leigu
Við erum 4 pör, á aldrinum 25-30 ára og óskum eftir að leigja íbúð eða einbýlishús í ey...

Fyrirmyndarfólk Ó.E. að leigja íbúð/einbýli...

16. apríl kl. 11:48 | Til leigu
Við erum 4 pör, á aldrinum 25-30 ára og óskum eftir að leigja íbúð eða einbýlishús í ey...