Ég er keppnismaður, það skal ég fúslega viðurkenna. Ég veit það líka að það er hægt að draga úr keppnisskapinu alveg eins og það er hægt að styrkja það. Þegar ég var í grunnskóla var t.d. allt keppnis.
 
" />
Senda inn efni
24. júní kl.10:00 | eyjar.net

Þetta er sko keppnis!

Fimmtudagsþruman frá Tryggva Hjaltasyni

Keppnismikilvægið í lífinu
 
Ég er keppnismaður, það skal ég fúslega viðurkenna. Ég veit það líka að það er hægt að draga úr keppnisskapinu alveg eins og það er hægt að styrkja það. Þegar ég var í grunnskóla var t.d. allt keppnis.
 


Ef bekkurinn var að fara í leikfimi þá var keppni um að verða fyrstur, það var líka keppni að verða fyrstur úr leikfimi og í tíma og að mæta fyrstur í skólan sem gerði það að verkum að ég var byrjaður að mæta 07:30 á tímabili í skólan og bíða fyrir utan, það var líka keppni í hver æfði flestar íþróttagreinar, hver hljóp hraðast, hver átti besta leynistaðinn upp á hrauninu, hver átti lengsta skransið á hjóli með fótbremsum og svona mætti áfram telja. Ég elskaði keppni og það gerði fólkið í kringum mig líka, börn eru nær undantekningarlaust til í keppnir, jafnvel þó að getumunurinn á milli þeirra sé gífurlegur. Fullorðnir eiga það frekar til að afsaka sig frá keppni til að verja stolt eða heiður, með öðrum orðum guggna. En svona keppnisumhverfi hefur líka mjög góð áhrif og lífið hefur sýnt mér það á margan hátt.
 
Íþróttir: Ég var afreksíþróttamaður þar til ég flutti út til Bandaríkjanna í nám, ég var í landsliðinu í frjálsum og er slíkur vettvangur líklega auðveldasti og augljósasti vettvangurinn til að skýra þennan punkt, að keppnisumhverfi færir manni árangur. En fyrir flesta, eins og t.d. sjálfan mig í dag, er umhverfið ekki í svona mikilli og afgerandi keppni. Ég hef bæði starfað sem þjálfari og kennari og sá ég það að langlíklegast til árangurs er að fá börn til að koma sér í keppnisgír, annað er letjandi að því leyti að það mun nær undantekningarlaust ekki fullnýta hæfileika barnsins. Það sama á við um að skrásetja árangur og heiðra met o.þ.h. Ég var um 14 ára þegar Týr og Þór sameinuðust undir merkjum ÍBV. Fyrir mig var þetta mikið áfall, að hafa ekki lengur félag í Eyjum til að keppa við, til að halda þessum keppnisríg gangani sem keyrði svo margt áfram og var án nokkurs vafa vítamínssprauta í starfið að vissu leyti, t.d. var það algengt að þegar annaðhvort Þór eða Týr var orðið sterkara eða ívið fjölmennara á ákveðnu aldursbili að meðlimir veikara félagsins fóru í einskonar liðssöfnuð og höluðu krökkum inn í starfið, þarna var mikil eldmóður sem ég hef ákveðnar grunsemdir um að hafi verið slökkt á með sameiningu. Bróðir minn var t.d. „keyptur“ yfir í Týr þegar hann flutti til eyja fyrir pollabuxur og kexpakka. Ég ætla hinsvegar ekki að efast um gildi þessa sameiningar, ég nota þetta dæmi eingöngu til að styrkja grunnin í röksemdafærslu minni.
 
 
Skólakerfið: Í grunnskóla þurfti ég að há nokkra baráttu fyrir því að fá að vinna mína skólavinnu í keppni, ég upplifði skólakerfið sem alveg hrikalegt jöfnuðarkerfi þar sem ekkert mátti hlúa að þeim sem vel stóðu sig, það má vel vera að skólakerfið í heild sinni hafi ekki verið þannig, en slík var mín upplifun og skal ég útlista hvað ég á við. Það voru nokkrar greinar þar sem ég átti mjög auðvelt með og kláraði námsefnið hraðar en sú ferð sem kennarinn hafði sett fyrir en í flestum tilfellum þýddi það að ég átti að bíða eftir hinum og eyða löngum og sársaukafullum tíma í að fara yfir. Ég þoli ekki að fara yfir, og hef nokkrum sinnum verið rekinn út úr tíma fyrir að mótmæla endalausum yfirferðum, og þá er kannski líka rétti tímin til að játa það að ég var enginn engill í skóla og alveg örugglega ekki auðveldasti nemandi viðureignar. Til að gæta sanngirni þá voru nokkrir kennarar sem leyfðu mér að fara á undan og útveguðu mér erfiðara námsefni osfrv. Það sem fór hinsvegar alveg óstjórnlega í taugarnar á mér var það að aldrei mátti segja eða auglýsa það hverjir voru efstir eða með hvaða einkunn, ekki var verðlaunað fyrir að massa námsefnið, þó var hinsvegar refsað fyrir að vera tossi, fá punkt osfrv. Mín persónuleg niðurstaða var s.s. sú að skólakerfið væri ekkert að ala á keppni og var það þvert á móti vettvangur sem dró þetta niður, ekki það sem ég kalla framaumhverfi, eða umhverfi til árangurs. Ég hef kynnt mér þetta af áhuga síðan og eru þeir skólar sem ala á keppni iðulega mun hærri og með betri árangur en þeir sem ekki gera slíkt. Sá skóli sem ég stundaði nám við í Bandaríkjunum var t.d. algjörlega í þessu keppnis umhverfi, þar var mjög mikilvægt hvernig þú stóðst þig og voru þeir hæstu verðlaunaðir eftir því með skólastyrkjum, boðum á hina og þessa staði og einkafundi með atvinnurekendum. Þetta myndi ég vilja sjá í auknum mæli á Íslandi, þar sem flestir sinna sínu námi einfaldlega með það að markmiði að ná, enda er nær enginn hvatning að gera betur en það.
 
Atvinna: Ég tók vertíð fyrir nokkrum árum hjá fyrirtæki sem ég met mikils og hefur eina girnilegustu starfsmannastefnu sem ég hef kynnst, það var ótrúleg ljúft að vinna þar, en ég lenti þar í færibandavinnu við hliðin á manneskju sem gerði ekki nokkurn skapaðan hlut allan daginn, þessi sama manneskja fór svo heim og fékk sömu laun og ég fyrir vinnu sem ég vann í raun fyrir hana vegna þess að hún gerði ekki neitt. Vissulega getur verið erfitt fyrir fyrirtæki og verkstjóra að fylgjast með afköstum starfsmanna en þetta dæmi set ég fram vegna þess að það er gott til að skýra þann punkt sem ég ætla að leggja fram þ.e. að þetta fyrirkomulag er óþolandi og að mörgu leyti letjandi fyrir þá duglegu. Lausnin á þessu er og hefur verið sú að bæta við bónusum, kvótakerfi, hagnaðarkerfi osfrv sem ég tel vera frábæra gulrót og stuðla að ekki bara keppnis, heldur árangri og afköstum. Vissulega geta slík kerfi farið úr böndunum eins og með gullnar fallhlífar og bónusa sem eru greiddir út í tapi, enda vinnur slíkt gegn þeim hugmyndum sem ég er að ræða hér, og eru í rauninni and-keppnis og and-árangurs hvetjandi.
 
 
Herinn: Besta og skilvirkasta keppnisumhverfi sem ég hef á ævinni stigið inn í var í bandaríska hernum og sakna ég þess mikið. Ég hef sjaldan á ævinni verið eins duglegur og skilvirkur í allri minni hegðun eins og þegar ég var í hernum. Ég var í bandaríska hernum í tvö ár og er sú stofnun líklega ein mesta keppnisstofnun í heimi og umdeilanlega eins sú skilvirkasta. Þar voru reglulega keppnir í öllu því sem við þurftum að læra hvort sem það var kortalestur, hlaup, armbeygjur, skotfimi, eða annað og í hvert einasta skipti var bestu tímum og skorum raðað upp á töflu frá topp til botns þar sem allir gátu séð og hvatti þetta því þá sem voru neðstir til að rífa sig upp af botninum og þá sem voru efstir til að vera áfram efstir. Að sama skapi var mikið umbunarkerfi fyrir þá sem stóðu sig vel í formi launabónusa, fyrsta valréttar og tignhækkana. Aldrei heyrði ég fólk væla yfir því að árangur væri opinberaður eða yfir því að of mikið af keppnum væri. Þeir sem stóðu sig svo best nutu virðingar. Þegar maður útskrifast svo sem liðsforingi eftir 4. ára þjálfun er maður settur á lista yfir alla í landinu eftir þeim heildar árangri sem maður hefur náð í gegnum árin, því hærra sem maður er því líklegra er að maður fái að velja hvar maður endi, t.d. ef þú villt fá að fljúga F-22 Raptor orrustuþotu og ert ofarlega á lista þá er líklegt að þú fáir það.
Niðurstaða dagsins á þessum fagra fimmtudegi er því sú að keppni er af hinu góðu sé vel staðið að skipulagningu hennar og formi og getur þá keppni virkað hvetjandi, árangursaukandi og karakterbyggjandi. Vissulega eiga keppnir ekki alltaf við eins og t.d. væri ekki sniðugt að fara í keppni í því hvor er fljótari að framkvæma heilaskurðaðgerð, þar er líklega betra að einbeita sér að vandvirkni og rólyndi.
 
Keppni hver auglýsir fimmtudagsþrumuna oftast!
 
Takk, Virðing
 
Tryggvi
 
 
 

Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

Vantar pláss fyrir húsbíl - þjóðhátíð

23. júlí kl. 23:31 | Annað
vantar pláss fyrir húsbíl sem er 6m að lengd. þurfum að geta komist í rafmagn. erum tilbúnir...

Íbúð til leigu

23. júlí kl. 06:56 | Til leigu
Er með 82.fm. 2.herbergja íbúð í breiðholti til leigu.Hentar vel námi í vetur.Er laus í lok...

þjóðhátíðartjald og fl

22. júlí kl. 14:56 | Annað
Þjóðhátíðartjald,bekkur,borð,koffort og fleira til sölu.Allt selts í einum pakka. Tilboð ...

3 herbergja íbúð til leigu.

21. júlí kl. 23:49 | Til leigu
Frábær íbúð til leigu í miðbæ vestmannaeyja. 3 herbergja, allt nýlegt innandyra. Vonast er ...

Herbergi í langtímaleigu í vetur

21. júlí kl. 16:34 | Til leigu
Til leigu herbergi (fleiri en eitt) með sameiginlegri snyrtingu og eldhúsi í miðbæ Vestmannaeyj...

Studío Íbúð til leigu

21. júlí kl. 14:33 | Til leigu
Til leigu 35m2 stúdío íbúð. Komið er inní forstofu þar sem er eldhús og WC með sturtu....

vinnu á þjóhatið

19. júlí kl. 15:26 | Atvinna
óska eftir vinnu við ýmislegt á þjóhátið erum tvö sman 54ára og 56 siminn er 5723358 er v...

Óska eftir íbúð til leigu

18. júlí kl. 11:08 | Til leigu
Óska eftir íbúð til leigu í nokkra mánuði eða lengur allt kemur til greina uppl í síma 864...