Senda inn efni
24. mars kl.06:00 | mbl.is

Segir að rætt hafi verið um skötuselinn

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að skötuselurinn hafi komið fram við endurskoðun stöðugleikasáttmálans í október. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafi lofað því að ekki yrði hróflað við skötuselnum.
 
Samtök atvinnulífsins segja það ófrávíkjanlega kröfu, að svonefnd skötuselslög, sem samþykkt voru á Alþingi í gær, verði dregin til baka. Samtökin segjast líta svo á, að ríkisstjórnin hafi með þessari lagasetningu slitið stöðugleikasáttmálanum, sem gerður var í fyrra.

Sagði Vilhjálmur á blaðamannafundi íd ag að skötuselsmálið snérist um tvö grundvallarmál. Í fyrsta lagi hefði Alþingi allt í einu veitt heimild til að ofveiða eina fiskitegund 80% umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar en SA væru fylgjandi því að farið verði að ráðgjöf fiskifræðinga. 

Í öðru lagi væri með lögunum verið að gera grundvallarbreytingar á kvótakerfinu, sem fælust í því að selja ætti fiskveiðikvótann en lögin gera ráð fyrir því að viðbótarkvóta í skötusel verði úthlutað gegn gjaldi. Sagði Vilhjálmur, að útgerðir hefðu tekið á sig kvótaskerðingu þegar illa gekk en ættu ekki samkvæmt þessu ekki að njóta þess þegar betur áraði.

Stöðugleikasáttmálinn snýst ekki um skötusel eða kvótakerfið yfirleitt, segir í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni í dag.

„Stöðugleikasáttmálinn er formlegur samráðsvettvangur ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, BSRB, Kennarasambands Íslands, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, Bændasamtaka Íslands og Samtaka atvinnulífsins um margvísleg brýn samfélagsmál og efnahagslega endurreins Íslands. Allir ábyrgir aðilar hljóta að koma að því mikilvæga samstarfi hvað sem öðrum óskyldum ágreiningsmálum líður.

Ríkisstjórnin hvetur Samtök atvinnulífsins til áframhaldandi samstarfs á grundvelli stöðugleikasáttmálans og lýsir því yfir að hér eftir sem hingað til er ríkisstjórnin reiðubúin til samstarfs og sátta um einstök mál. Hvað sem afstöðu Samtaka atvinnulífsins líður mun áfram verða unnið að endurreisn efnahagslífisns á grundvelli stöðuleikasáttmálans enda miðar vel í þeim verkefnum sem þar er unnið að," segir í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni. 
 

Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

Íbuð til leigu yfr Goslok/pæjumót og allar hel...

23. apríl kl. 13:27 | Til leigu
Erum ungt par með íbúð til leigu goslok og PÆJUMÓT. Einnig skoða ég aðrar helgar í sumar(f...

Óskum eftir íbúð á Þjóðhátíð 2014

22. apríl kl. 21:34 | Til leigu
Við erum 4-6 stelpur í íbúðarleit fyrir Þjóðhátíð. Við erum 19 ára og erum vanar að fe...

Óska eftir að kaupa Þjóðhátíðartjald!!

21. apríl kl. 14:06 | Til leigu
Óska eftir að kaupa hvítt Þjóðhátíðartjald!!! S:8666223 Íris

Óska eftir húsnæði yfir Þjóðhátið 2014.

21. apríl kl. 14:13 | Húsnæði
Heil og sæl. Við erum 5 stelpur sem vantar gistingu yfir verslunarmannahelgina frá fimmtudeginu...

Húsnæði óskast helgina 20-22 júní

17. apríl kl. 12:32 | Til leigu
Óskum eftir húsnæði helgina 20-22 júní sem rúmar 7 fullorðna. Góðri umgengni heitið. Upp...

Óska eftir húsnæði

16. apríl kl. 19:04 | Húsnæði
Par óskar eftir húsnæði frá föstudegi-mánudags yfir Þjóðhátíð 2014. Mjög reglusöm. En...

Óska eftir húsnæði um Þjóðhátíð

16. apríl kl. 14:24 | Til leigu
Við erum nokkrar stelpur á tvítugsaldri saman sem vatnar svefn- og snyrtiaðstöðu um þjóðhá...

Ó.E húsnæði yfir þjóðhátíð

16. apríl kl. 13:50 | Til leigu
Reglusamt fólk á þrítugsaldri óskar eftir húsi/íbúð til leigu yfir þjóðhátíðar helgin...