Senda inn efni
Hleð
9. mars kl.15:35 | eyjar.net

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af niðurskurði á grunnþjónustu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði í dag og m.a. var fjallað um stöðu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og minnisblað bæjarstjóra um Landeyjahöfnina.

Í framhaldi af samþykkt bæjarráðs 23. febrúar sl. lagði bæjarstjóri fram minnisblað um þjónustu Herjólfs á siglingu um Land-Eyjahöfn. Þar kemur m.a. fram tillaga að tímasettri áætlun og hugmyndir um fyrirkomulag afsláttarfargjalda. Enn fremur er stikklað á stóru um ýmislegt sem að þessu mikla hagsmunamáli lítur.

Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem settar eru fram í minnisblaðinu. Enn fremur tekur bæjarráð heilshugar undir þá skoðun sem þar kemur fram um að 1360 ferðir dugi ekki til að fullnýta sóknarfæri samfélaga á áhrifasvæði hafnarinnar. Óskar bæjarráð eftir því að festar verði 4 ferðir á dag allt árið og ferðum svo bætt inní á álagstímum.

Þjónusta og rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja

Á fundinn komu Gunnar Gunnarsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og Eydís Ósk Sigurðardóttir Hjúkrunarforstjóri. Í máli þeirra koma m.a. fram að verulegur niðurskurður á rekstrarfé stofnunarinnar hafi skert þjónustustig stofnunarinnar sérstaklega hvað varðar skurðdeildina. Á seinasta ári var skurðstofu lokað í 6 vikur og auk þess voru allar stöður yfir 50% færðar niður um 5%, vakta fyrirkomulagi sjúkradeildar breytt, opnunartími matsstofu skertur, lyfjasamningar endurskoðaðir og fl. Í ár er áfram gert ráð fyrir niðurskurði og verður skurðstofan lokuð í 6 vikur í sumar auk þess sem öðrum niðurskurðar aðgerðum verður áfram beitt.

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af niðurskurði á grunnþjónustu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Enn og aftur veldur það umtalsverðum vanda fyrir samfélagið að hafa ekki stjórnunarlega aðkomu að grundvallar þjónustu þess. Af þeim sökum á samfélagið erfitt með að sinna nauðsynlegri hagsmunagæslu á viðsárverðum tíma.

 Með tilliti til þessa felur bæjarráð bæjarstjóra að kanna forsendur fyrir, og eftir atvikum að ráðast í úttekt á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hvað varðar rekstrarþætti og samfélagslegt mikilvægi stofnunarinnar. Af sjálfsögðu verður slíkt gert í góðu samráði við heilbrigðisyfirvöld.

Meðal annars skal horft til og ljósi varpað á eftirfarandi þætti:

Raunkostnaðar vegna inngripa (skurðaðgerðir og fæðingar) í samanburði við LSH

Vegið meðaltal launa Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og samanburð við LSH

Hlutfall reksturs og launakostnaðar

Hvaða þjónustu Sjúkrahús Vestmannaeyja getur veitt og á hvaða verði, ef skurðstofur eru fullnýttar

Helstu sóknarfæri stofnunarinnar

Kostnað sem leggst á sjúklinga/sjúkratryggingar ef þjónusta er flutt til Reykjavíkur

Ferðir sjúklinga metnar m.t.t. öryggis og óþæginda

Samfélagsleg áhrif, dæmi: áhættufæðingar fluttar til LSH, hversu lengi verðandi mæður eru frá fjölskyldu sinni og hver ber kostnaðinn.

 


Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

Íbuð til leigu yfr Goslok/pæjumót og allar hel...

23. apríl kl. 13:27 | Til leigu
Erum ungt par með íbúð til leigu goslok og PÆJUMÓT. Einnig skoða ég aðrar helgar í sumar(f...

Óskum eftir íbúð á Þjóðhátíð 2014

22. apríl kl. 21:34 | Til leigu
Við erum 4-6 stelpur í íbúðarleit fyrir Þjóðhátíð. Við erum 19 ára og erum vanar að fe...

Óska eftir að kaupa Þjóðhátíðartjald!!

21. apríl kl. 14:06 | Til leigu
Óska eftir að kaupa hvítt Þjóðhátíðartjald!!! S:8666223 Íris

Óska eftir húsnæði yfir Þjóðhátið 2014.

21. apríl kl. 14:13 | Húsnæði
Heil og sæl. Við erum 5 stelpur sem vantar gistingu yfir verslunarmannahelgina frá fimmtudeginu...

Húsnæði óskast helgina 20-22 júní

17. apríl kl. 12:32 | Til leigu
Óskum eftir húsnæði helgina 20-22 júní sem rúmar 7 fullorðna. Góðri umgengni heitið. Upp...

Óska eftir húsnæði

16. apríl kl. 19:04 | Húsnæði
Par óskar eftir húsnæði frá föstudegi-mánudags yfir Þjóðhátíð 2014. Mjög reglusöm. En...

Óska eftir húsnæði um Þjóðhátíð

16. apríl kl. 14:24 | Til leigu
Við erum nokkrar stelpur á tvítugsaldri saman sem vatnar svefn- og snyrtiaðstöðu um þjóðhá...

Ó.E húsnæði yfir þjóðhátíð

16. apríl kl. 13:50 | Til leigu
Reglusamt fólk á þrítugsaldri óskar eftir húsi/íbúð til leigu yfir þjóðhátíðar helgin...