Senda inn efni
7. desember kl.10:51 | eyjar.net

Samgöngumál

Það er margt og mikið að gerast í samgöngumálum okkar eyjamanna þessa dagana. Fyrir það fyrsta, þá las ég í Fréttum (útgefið í Vestmannaeyjum) í síðustu viku grein, þar sem ritstjórinn Ómar Garðarsson kvartar sáran yfir Herjólfi, vegna þess að þar vanti bæði útvarp og tölvutengingar sem lofað hafði verið af núverandi rekstraraðilum. Sjálfur fór ég með skipinu á fimmtudaginn upp á land í fínasta veðri, en þar sem spáin var slæm seinnipartinn var hætt við seinni ferðina og til að kóróna það þá var hliðarskrúfan biluð morguninn eftir, þannig að skipið komst ekki af stað fyrr en upp úr kl. 10 . Veðrið var þá mjög slæmt og brimið það mikið í Þorlákshöfn, að gripið var til þess ráðs að fá lóðsinn þar til að hjálpa Herjólfi inn í höfnina. Ég fór aftur til eyja með fyrri ferð á sunnudag og þá hafði ástandið enn versnað, vídeótækin í skipinu voru biluð og einhver vandamál í sambandi við sjónvörpin í sjónvarpssal líka, og ein þernan sagði við mig, að það væri í raun og veru alt í drasli þarna umborð. Til að kóróna þetta, þá þarf skipið að fara núna í slipp, í vonandi ekki meira en tvo daga og á meðan verðum við að treysta á flug.


Ég frétti af því í gær, að fjöldi fólks hafði mætt í gær til að reyna að koma bifreiðum sínum til eyja, en því miður komust ekki allir með og þurfa sennilega að bíða, jafnvel alla vikuna eftir fari, en vonandi verður þetta bara tveir dagar.

Það er mjög merkilegt að lesa nýjasta bloggið hjá (vini) mínum, Sigursveini Þórðarsyni, sem nú alt í einu er farinn að heimta nýjan Herjólf (reyndar segir hann líka að Bakkafjara sé framtíðin) en merkilegt nokk, þá hefur Sigursveinn ítrekað haldið því fram, að kosið hafið verið um framtíðarsamgöngur okkar í bæjarstjórnarkosningunum 2006 og þar hafi nýjum Herjólfi verið hafnað og næsta skerf sé Bakkafjara. Vonandi hef ég þetta rétt eftir honum, en fyrir mér hljómar þetta svolítið vitlaust. Til að kóróna þetta, þá heyrði ég á Bylgjunni í gær, viðtal við bæjarstjórann okkar þar sem hann lýsir yfir áhyggjum sínum vegna ástandsins á Herjólfi og segir meðal annars: "Við höfum vitað það í næstum fimm ár, að tími sé kominn á að skipta út Herjólfi fyrir nýtt skip." Þetta þykir mér mjög merkilegt, komandi frá bæjarstjóranum, því að ég veit ekki betur en að nú séu í gangi hugmyndir um að nota núverandi Herjólf í Bakkafjöru, eða þangað til Bakkafjöruferjan verður tilbúin, þetta hljómar altsaman frekar undarlega, en það kemur alt í ljós.

Á eyjar.net var nýlega viðtal við fjármálaráðherra, Árna Matt, þar sem hann var spurður að því, ef ég man rétt, sérstaklega hvaða samgöngubætur við gætum vænst á næsta ári og ég man ekki betur en hann hafi talað um að það eina sem hann sæi að við gætum fengið fram að Bakkafjöruferju, væri ein flugferð á dag, aukalega yfir sumarmánuðina, svo ekki er nú útlitið bjart. Meira seinna.


Eldri fréttir

Sölu- og markaðstorg

Íbuð til leigu yfr Goslok/pæjumót og allar hel...

23. apríl kl. 13:27 | Til leigu
Erum ungt par með íbúð til leigu goslok og PÆJUMÓT. Einnig skoða ég aðrar helgar í sumar(f...

Óskum eftir íbúð á Þjóðhátíð 2014

22. apríl kl. 21:34 | Til leigu
Við erum 4-6 stelpur í íbúðarleit fyrir Þjóðhátíð. Við erum 19 ára og erum vanar að fe...

Óska eftir að kaupa Þjóðhátíðartjald!!

21. apríl kl. 14:06 | Til leigu
Óska eftir að kaupa hvítt Þjóðhátíðartjald!!! S:8666223 Íris

Óska eftir húsnæði yfir Þjóðhátið 2014.

21. apríl kl. 14:13 | Húsnæði
Heil og sæl. Við erum 5 stelpur sem vantar gistingu yfir verslunarmannahelgina frá fimmtudeginu...

Húsnæði óskast helgina 20-22 júní

17. apríl kl. 12:32 | Til leigu
Óskum eftir húsnæði helgina 20-22 júní sem rúmar 7 fullorðna. Góðri umgengni heitið. Upp...

Óska eftir húsnæði

16. apríl kl. 19:04 | Húsnæði
Par óskar eftir húsnæði frá föstudegi-mánudags yfir Þjóðhátíð 2014. Mjög reglusöm. En...

Óska eftir húsnæði um Þjóðhátíð

16. apríl kl. 14:24 | Til leigu
Við erum nokkrar stelpur á tvítugsaldri saman sem vatnar svefn- og snyrtiaðstöðu um þjóðhá...

Ó.E húsnæði yfir þjóðhátíð

16. apríl kl. 13:50 | Til leigu
Reglusamt fólk á þrítugsaldri óskar eftir húsi/íbúð til leigu yfir þjóðhátíðar helgin...