Föstudagur, apríl 19, 2024
Heim Blogg

Hjólum inn í sumarið…

IMG_4485
Reiðhjólin færðu í Skipalyftunni.

Sumarið er á næsta leiti og ekki úr vegi að fara að huga að reiðhjólum og pallasmíði fyrir veðurblíðuna í sumar. Verslun Skipalyftunnar býður upp á úrval reiðhjóla af ýmsum stærðum og gerðum.  Þar má fá hjól og hjálma fyrir börnin, unglingana sem og fullorðna.

Einnig má fá pallaefnið og allt sem þarf í pallasmíði í verslun Skipalyftunnar. Það er því um að gera að kíkja á úrvalið.

Skipalyftan er til húsa á Eiðinu. Verslunin er opin alla virka daga frá klukkan 8-18 og einnig á laugardögum frá kl. 10-12.

Fimm verkefni hljóta styrk

Barn_leikskoli_IMG_1970_minni
Frá leikskóla í Eyjum. Eyjar.net/TMS

Á síðasta fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja fór deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála bæjarins yfir umsóknir í Þróunarsjóð leik-, grunn- og tónlistarskóla fyrir árið 2024. Alls bárust átta umsóknir í sjóðinn þetta árið. Fimm verkefni hljóta styrk að heildarupphæð 4.350.000,-.

Í niðurstöðu er umsækjendum þakkað fyrir umsóknirnar, sem verður svarað fyrir 30. apríl nk. eins og reglur sjóðsins gera ráð fyrir. Styrkirnir verða síðan afhentir við sérstaka athöfn þann 23. maí nk.

Lundinn sestur upp

skuggamynd_lundar
Lundinn er sestur upp. Eyjar.net/TMS

Fyrstu lundarnir settust upp í Vestmannaeyjum í dag. Lundinn sást í og við Kaplagjótu við Dalfjall í kvöld. Í Vestmannaeyjum er ekki síður talað um lundann sem vorboðann ljúfa en lóuna.

Lundinn er á sínu vanalega róli, því ef skoðuð eru síðustu ár þá má sjá að hann er að setjast upp á bilinu 13 til 19. apríl. Það var fuglaáhugamaðurinn Georg Eiður Arnarson sem kom auga á vorboðann ljúfa í Kaplagjótunni í kvöld.

Einar nýr formaður Ísfélagsins

DSC_6431
Einar Sigurðsson er nýr stjórnarformaður Ísfélagsins. Hann hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2013. Eyjar.net/Óskar P. Friðriksson

Aðalfundur Ísfélags hf. var haldinn í Vestmannaeyjum sem og rafrænt í dag. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að mætt hafi verið fyrir 82,7 % atkvæða á fundinn.

Á fundinum var samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2024 vegna rekstrarársins 2023 verði 2,57 kr. á hlut eða 2.100.000 milljónir kr.

Í stjórn félagsins voru kjörin: Guðbjörg Matthíasdóttir, Einar Sigurðsson, Gunnar Sigvaldason, Steinunn H. Marteinsdóttir og Sigríður Vala Halldórsdóttir.

Þá var tekin ákvörðun um þóknun til stjórnar félagsins og var samþykkt að stjórnarlaun vegna ársins 2024 verði sem hér segir: Formaður verði með kr. 500.000 á mánuði en aðrir stjórnarmenn með 250.000.

Stjórn félagsins kom saman í kjölfar aðalfundar og hefur skipt með sér verkum. Var ákveðið að Einar Sigurðsson yrði stjórnarformaður og Steinunn H. Marteinsdóttir varaformaður stjórnar.

Þá samþykkti aðalfundurinn að framlengja heimild stjórnar félagsins til að kaupa eigin hluti í félaginu til næstu átján mánaða.

Gunnlaugur hættir í stjórn Ísfélagsins

5,3 milljarða hagnaður Ísfélagsins

Lánaður frá HK til ÍBV

eidur-atli_cr
Eiður Atli Rúnarsson

Hinn 22 ára Eiður Atli Rúnarsson hefur gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi sem gildir út keppnistímabilið 2024.

Í tilkynningu frá ÍBV segir að Eiður sé varnarmaður sem er uppalinn hjá HK sem lánar hann til ÍBV, samningur Eiðs við HK rennur út að loknu keppnistímabilinu 2025.

Eiður byrjaði alla leiki HK í Lengjubikarnum fyrir leiktíðina og lék 17 deildarleiki auk tveggja bikarleikja fyrir HK á síðustu leiktíð. Fyrsti meistaraflokksleikur Eiðs kom fyrir Ými þegar hann var 17 ára, segir jafnframt í tilkynningunni.

Er þetta annar leikmaðurinn sem tilkynnt er um á láni til ÍBV í dag, en fyrr í dag var tilkynnt um komu Bjarka Björns Gunnarssonar til félagsins.

Meistararnir lána ÍBV miðjumann

Petar áfram í Eyjum

Petar_Jokanovic_ibv_min
Petar Jokanovic. Mynd/ÍBV

Petar Jokanovic hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Petar, sem er frá Bosníu hefur verið einn af lykilmönnum síðustu ár og meðal annars verið bikarmeistari og nú síðast Íslandsmeistri með ÍBV. Hann er 33 ára og hefur leikið með ÍBV síðan árið 2019.

Vortónleikar í Höllinni

Léttsveit mynd
Léttsveit Reykjavíkur. Ljósmynd/aðsend

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur fagnar vorinu með heimsókn til Vestmannaeyja og heldur tónleika á uppstigningardag þann 9. maí nk. kl.17.00 í Höllinni.

Páll Óskar sérstakur gestur

Yfirskrift tónleikanna er Hann og þeir en kórinn syngur að þessu sinni perlur dægurtónlistar eftir íslenska karlhöfunda eins og Magnús Eiríksson, Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson, Bubba Morthens, Egil Ólafsson, Friðrik Dór o.fl.  Sérstakur gestur á tónleikunum er hinn eini og sanni Páll Óskar Hjálmtýsson. Nokkrar úr Léttsveitinni eru með sterka tengingu við Vestmannaeyjar og eru því á heimaslóð.

Léttsveit Reykjavíkur er öflugur kór 90 kvenna sem leggur metnað sinn í að flytja skemmtilega og metnaðarfulla en þó létta tónlist.

Stjórnandi er Gísli Magna og hljómsveit skipa þau Arnhildur Valgarðsdóttir á píanó, Pétur Valgarð Pétursson á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Diddi Guðna á trommur.

Hægt er að nálgast miða í forsölu á tix.is til kl. 16 á tónleikdegi og svo við inngang í Höllinni en húsið opnar kl. 16:30, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Meistararnir lána ÍBV miðjumann

bjarki-bjorn_ibvsp_24
Bjarki Björn Gunnarsson. Ljósmynd/ibvsport.is

Knattspyrnumaðurinn Bjarki Björn Gunnarsson hefur gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi sem gildir út keppnistímabilið 2024.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjarki kemur til ÍBV á láni en hann lék 11 leiki með ÍBV á síðustu leiktíð, leikirnir hefðu vafalaust verið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Bjarka, segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV.

Bjarki leikur að mestu í stöðu miðjumanns en hann verður 24 ára á árinu. Uppeldisfélag Bjarka, Víkingur, lánar ÍBV leikmanninn en samningur hans við Víking rennur út að loknu keppnistímabilinu 2025.

ÍBV með dagskrá í miðbænum á Þjóðhátíð

tjold_midstr
Sótt var um leyfi til skemmtanahalds á bílastæði í eigu Ísfélags við Miðstræti fyrir dagdagskrá sem hluta af Þjóðhátíð Vestmannaeyja á tímanum 13-17:30 föstudag, laugardag og sunnudag 2-4. ágúst 2024.

Umsóknir frá ÍBV íþróttafélagi um afnot af Herjólfsdal vegna hátíðarhalda á Þjóðhátíð voru teknar fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í byrjun vikunnar. Einnig óskaði ÍBV-íþróttafélag eftir afnotum af portinu við Hvítahúsið fyrir Húkkaraball sem mun standa frá 23:00-4:00.

Að lokum var sótt um leyfi til skemmtanahalds á bílastæði í eigu Ísfélags við Miðstræti fyrir dagdagskrá sem hluta af Þjóðhátíð Vestmannaeyja á tímanum 13-17:30 föstudag, laugardag og sunnudag 2-4. ágúst 2024.

Segja mun betra fyrir hátíðina og gesti hennar að vera með dagdagskrá í miðbænum fremur en að blanda henni saman við hefðbunda dagskrá í dalnum

Fram kemur í umsókn ÍBV-íþróttafélags að óskað sé eftir leyfi til skemmtanahalds á bílastæði i eigu Ísfélags við Miðstræti fyrir dagdagskrá sem hluta af Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Þar hyggst félagið halda dagdagskrá fyrir þjóðhátíðargesti, dansleikur og tónleikahald, með aldurstakmarki og girða svæðið af. Félagið óskar eftir því að skoðuð verði götulokun eða þrenging á meðan dagskrá stendur.

Fyrirhugað er að vera með dagskránna, frá kl 13:00 til 17:30 föstudag 2. ágúst laugardag 3. ágúst og sunnudag 4. ágúst. Þessi viburður er í samstarfi við Nova og Ölgerðina. Nova hefur áður haldið samskonar viðburð i portinu á milli Betel og 900 grillhúss, segir í umsókninni.

Þá segir í umsókninni að fyrirhuguð dagdagskrá muni auka virði hátiðarinnar fyrir hátíðargesti. Það er mat þjóðhátíðarnefndar að kaffivenjur heimamanna og fjölskyldudagskrá séu hátíðinni mikilvægar Herjólfsdalnum. Því sé mun betra fyrir hátíðina og gesti hennar að vera með þessa dagdagskrá í miðbænum fremur en að blanda henni saman við hefðbunda dagskrá inní Herjólfsdal.

Samþykkt með skilyrðum um hreinsun

Í afgreiðslu umfhverfis- og skipulagsráðs segir að ráðið samþykki afnot af Herjólfsdal sbr. umsókn. Ennfremur vill ráðið setja sem skilyrði að allt rusl verði hreinsað á svæðinu fyrir 25.8.2024 og á þetta einnig við um brennustæði og næsta nágrenni við Fjósaklett. Öll færanleg mannvirki skulu fjarlægð fyrir 31.8.2024.

Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti afnot af porti við Hvítahúsið fyrir húkkaraball.

Þá samþykkti ráðið lokun á götu við Miðstræti. Ennfremur vill ráðið setja sem skilyrði um að svæðinu og nærumhverfi sé haldið snyrtilegu alla helgina og að allt rusl verði hreinsað á svæðinu samdægurs.

„20 tíma í hvorum túr að fá fullfermi”

Vestmannaey_bergur_24_IMG_4468
Vestmannaey og Bergur við bryggju í Eyjum. Eyjar.net/Tryggvi Már

Ísfisktogararnir  Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu fullfermi sl. laugardag í heimahöfn í Vestmannaeyjum.

Systurskipin lönduðu síðan aftur fullfermi í Eyjum í gær. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey á vef Síldarvinnslunnar. Þar segir hann að það hefði verið hörkuveiði að undanförnu.

„Við lönduðum fullfermi á laugardag og aftur í gær og það gerði Bergur einnig. Í báðum túrum fiskuðum við á Síðugrunni og það gekk vel. Við vorum 20 tíma í hvorum túr að fá fullfermi. Versta var að það var snarvitlaust veður í seinni túrnum. Bergur byrjaði reyndar fyrri túinn sinn í Háfadýpinu en síðan var lokað þar og þá hélt hann á Síðugrunn. Þarna á Síðugrunni fékkst mjög góður fiskur, í fyrri túrnum var þetta mest þorskur en ýsa í þeim seinni. Ég geri ráð fyrir að við og Bergur höldum til veiða á ný á sunnudagsmorgun. Á austursvæðinu, þar sem við vorum, verður lokað annað kvöld en á sunnudagsmorgun verður opnað á Selvogsbankanum og þar er örugglega fullt af fiski,” sagði Birgir Þór.