Föstudagur, apríl 26, 2024
Heim Blogg

Snýr aftur til Eyja

Valentina Bonaiuto.. Ljósmynd/ibvsport.is

Valentina Bonaiuto hefur gengið til liðs við ÍBV á nýjan leik eftir stutt stopp í Búlgaríu. Hún er 25 ára markvörður sem var varamarkvörður ÍBV á síðustu leiktíð.

Hún hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum um nokkurt skeið og kom upphaflega til ÍBV frá Clayton State háskólanum, segir í tilkynningu á vefsíðu ÍBV.

ÍBV hefur leik í sumar með bikarleik við Aftureldingu 1. maí á Hásteinsvelli en fyrsti leikurinn í Lengjudeildinni er einnig gegn Aftureldingu, þó á útivelli, þann 5. maí.

Gullver landar í Eyjum

gullver_eyjar_ads
Ísfisktogarinn Gullver NS í Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/aðsend

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði í Vestmannaeyjum á síðasta degi vetrar. Aflinn var 85 tonn, meirihlutinn ýsa en einnig karfi. Rætt er við Hjálmar Ólaf Bjarnason skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar í dag. Þar er hann fyrst spurður hvort ekki hefði gengið vel að fiska.

„Jú, það er ekki hægt að segja annað. Staðreyndin er sú að við þurftum að skammta okkur afla. Það þurfti að taka tillit til þess hve áhöfnin kæmi miklu í gegn. Það var einfaldlega mokveiði. Við hófum veiðar á Öræfagrunni og héldum síðan í Grindavíkurdýpið þar sem tekin voru þrjú karfahol. Það var töluvert langt fyrir okkur að fara að austan og vestureftir, en við vorum einungis í tvo sólarhringa að veiðum í túrnum,” segir Hjálmar Ólafur.

Samkvæmt öruggum heimildum er þetta í fyrsta sinn sem Gullver landar bolfiski í Vestmannaeyjum, en hins vegar landaði hann þar makríl þrisvar eða fjórum sinnum sumarið 2014. Þá var makríllinn veiddur í Skerjadýpinu, Grindavíkurdýpinu og á Selvogsbanka.

Aðstaða fyrir ekjufraktskip í pípunum

DCIM100MEDIAYUN00061.jpg
Til stendur að byggja upp aðstöðu við Gjábakkakant í fyrsta áfanga og við Kleifarbryggju í áfanga 2. Eyjar.net/Óskar Pétur Friðriksson

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fjallaði um hugmyndir um endurbygginigu Gjábakkakants á fundi sínum í vikunni.

Áður hafði hafnarstjóra verið falið að útbúa minnisblað um tillögur að lausnum vegna endurbyggingar á Gjábakkakanti. Hafnarstjóri kynnti þær þrjár hugmyndir sem komu upp í samtali við Vegagerðina og fór yfir kosti og galla hverrar um sig sem og áætlaðan kostnað.

Í niðurstöðum ráðsins segir að ráðið telji tillögu 2 ákjósanlegasta kostinn þar sem sá kostur býður upp á móttöku á ekjufraktskipum en slík aðstaða er ekki til staðar í dag. Með slíkri aðstöðu aukast tekjumöguleikar hafnarinnar. Ráðið fól framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og hafnarstjóra að hefja vinnu og undirbúning að tillögu 2 (áfanga 1) í samstarfi við Vegagerðina.

Útfærslu á tillögu 2 má sjá hér að neðan.

gjabakki_tillaga_2
Áfangi 1: RóRó aðstaða við Gjábakka. Áfangi 2: Kleifarbryggja endurnýjuð. Mynd/vestmannaeyjar.is

Brýnt að ráðist verði í úrbætur sem fyrst

 

Andlát: Bjarney S. Erlendsdóttir

Untitled (1000 x 667 px) (5)

andlat - Bjarney S. Erlendsdóttir - final

Hreinsunardagur ÍBV

hasteinsvollur_2017.jpg
Mæting er við Hásteinsvöll. Eyjar.net/TMS

Á morgun, laugardag á milli kl. 13 og 15 ætlar ÍBV að halda Hreinsunardag.  Mæting er við Hásteinsvöll og á að taka til á því svæði og þar í kring.

Í lokin verður öllum boðið  í grill og þá verður einnig ís í boði fyrir börnin. Í tilkynningu frá félaginu eru bæjarbúar hvattir til að leggja málefninu lið og mæta og gera svæðið fegurra sem og að gera sér glaðan dag í leiðinni.

„ÍBV vill með þessu leggja sitt að mörkum til Stóra Plokkdagsins sem er annars á sunnudeginum  En þar sem við ætlum mörg hver að fylgja handboltapeyjunum okkar í leik þeirra gegn FH á sunnudeginum í Hafnarfirði, þá ætlum við að taka forskot á daginn með því að hreinsa vel í kringum okkur á laugardeginum.“ segir að endingu í tilkynningunni.

ÍBV og Valur mætast í Eyjum

DSC_5134
Eyjar.net/Óskar Pétur Friðriksson

Annar leikur ÍBV og Vals í undanúrslitaeinvígi liðanna verður leikinn í Eyjum í kvöld.

Valur hafði sigur í fyrsta leiknum og leiðir því einvígið. Leikurinn hefst klukkan 19:40 en „Fanzon“ opnar kl. 18:30, þar sem hægt verður að fá Pizzur og veigar frá Ölgerðinni.

Íbúum fjölgar í Eyjum

leikvollur_born_krakkar_IMG_2413
4662 íbúar eru skráðir með lögheimili í Eyjum í dag. Eyjar.net/TMS

„Í íbúaskránni hjá okkur eru alls 4662 íbúar skráðir.“ segir starfsmaður Vestmannaeyjabæjar aðspurður um íbúatölur í bæjarfélaginu í gær.

Síðast þegar Eyjar.net kannaði íbúafjöldann í byrjun árs voru íbúar í Vestmannaeyjum hins vegar 4626 talsins og hefur því fjölgað um 36 í bænum á um þremur og hálfum mánuði.

Ekki verið fleiri í 28 ár

Það er því ljóst að Eyjamenn hafa ekki verið fleiri í 28 ár, eða allt frá árinu 1996 þegar íbúar í Eyjum voru 4749. Flestir voru íbúarnir í Eyjum fyrir gos, en þá bjuggu yfir 5000 manns í sveitarfélaginu. En frá árinu 2007 til ársins 2022 voru íbúar frá rúmlega 4000 upp í u.þ.b. 4300 manns. Árin þar á undan má sjá í töflu hér að neðan.

Íbúafjöldi í Vestmannaeyjum frá 1900 til 2006

 
Ár: Fjöldi íbúa:
1900 um 500
1918 2.033
1925 3.184
1950 3.726
1960 4.675
1965 5.023
1970 5.179
1971 5.231
1972 5.179
1973 4.892
1974 4.369
1975 4.421
1976 4.568
1978 4.634
1980 4.727
1982 4.657
1984 4.789
1986 4.785
1988 4.737
1989 4.814
1990 4.913
1991 4.923
1992 4.867
1993 4.883
1994 4.888
1995 4.804
1996 4.749
1997 4.640
1998 4.594
1999 4.581
2000 4.527
2001 4.436
2002 4.426
2003 4.344
2004 4.215
2005 4.180
2006 (1. mars) 4.173

Heimild/heimaslod.is

Íbúum fækkað frá í haust

Ráðherra ​heilsaði upp á VSV-fólk í Barcelona

1-bjarkey_vsv_is
Albert Erluson, framkvæmdastjóri Hólmaskers í Hafnarfirði til vinstri, og Björn Matthíasson, rekstrarstjóri VSV Seafood Iceland ehf. og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra. Ljósmynd/vsv.is

Nýbakaður matvælaráðherra ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, birtist í sýningarbási Vinnslustöðvarinnar á sjávarútvegssýningunni miklu í Barcelona og tók fólk tali.

Í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn segir Björn Matthíasson, rekstrarstjóri VSV Seafood Iceland ehf. að sölu- og markaðsfólk VSV í öllum heimshornum hafi verið á sýningunni enda mikilvægur vettvangur til að sýna sig og sjá aðra.

„Við það að Leo Seafood í Eyjum og Hólmasker í Hafnarfirði urðu hluti af VSV-fjölskyldunni lá beint við að auka kynningu á ferskum og frosnum botnfiskafurðum VSV á sjávarútvegssýningum og í markaðsstarfinu yfirleitt.
Við sjáum líka teikn á lofti sem lofa góðu fyrir spurn eftir makríl- og síldarafurðum.
Sýningin í Barcelona var vel sótt og í heildina tekið var mikill áhugi á íslensku sjávarfangi vel merkjanlegur. Það eykur okkur bjartsýni.“

2.244 fyrirtæki/sýnendur frá 87 ríkjum

Sýningarnar í Barcelona eru í raun tvær, Seafood Expo Global og Seafood Processing Global, og þeim lauk í dag, 25. apríl. Þetta er 30. samkoman af þessu tagi. Lengi vel var sýningin í Brussel en þetta er þriðja ár hennar í Barcelona.

Umfangið nú var ekkert smotterí og hefur aldrei verið meira. Þarna komu við sögu 2.244 fyrirtæki/sýnendur frá 87 ríkjum í sýningarbásum á yfir 50.000 fermetra gólffleti!

Mörg íslensk fyrirtæki voru þar á meðal og stofnuðu til nýrra viðskiptatengsla eða styrktu tengsl við viðskiptavini sem fyrir voru, segir í umfjolluninni á vsv.is.

Fleiri myndir frá sýningunni má sjá hér.

Eyjamenn úr leik

DSC_0431
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV. Eyjar.net/ÓPF

Grindvíkingar slógu ÍBV út úr Mjólkurbikarnum á Hásteinsvelli í dag. ÍBV komst yfir í leiknum með marki frá Alex Frey Hilmarssyni á 13. mínútu, en gestirnir jöfnuðu á 29. mín­útu með marki frá Eric Vales, sem var síðan rekinn af velli á 42. mínútu.

Grindvíkingar léku því manni færri það sem eftir lifði leiks en það kom ekki að sök því þeir tryggðu sér sigurinn á lokamínútum leiksins. Hjörvar Daði Arnarsson, markvörður ÍBV varði þá vítaspyrnu Einars Karls Ingvasonar sem og fyrsta frákastið en Josip Krznaric fylgdi að lokum á eftir og skoraði sigurmarkið í leiknum.

Eyjamenn geta því einbeitt sér að Lengjudeildinni sem hefst 1. maí. ÍBV leikur sinn fyrsta leik í deildinni þann 4. maí, en þá mæta þeir Dalvík/Reyni á útivelli.

Nýtir tónlistina til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagið

IMG_4695
Birgir Nielsen ávarpaði viðstadda eftir að valið var kunngjört. Honum var þakklæti efst í huga. Eyjar.net/TMS

Líkt og greint var frá fyrr í dag var Birgir Nielsen útnefndur bæjarlistamaður Vestmannaeyja fyrir árið 2024.

Birgir sagði við þetta tilefni að hann væri þakklátur fyrir að njóta þess heiðurs að hljóta nafnbótina bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2024.

Áherslan lögð á náttúru Vestmannaeyja

„Ég hef í gegnum tíðina haft mikla ástríðu í að skapa og flytja tónlist með fjölbreyttum hópi áhorfenda á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn.
Ég hef spilað á mörgum af stærstu tónlistarviðburðum landsins og unnið með mörgu af hæfileikaríkasta tónlistarfólki landsins. Sú reynsla mun nýtast mér til sköpunar og skapa einstök tónlistarverk þar sem áherslan verður lögð á náttúru Vestmannaeyja.
Ég er stoltur af framlagi mínu til samfélagsins við tónlistarkennslu, miðlun á tónlistararfi Vestmannaeyja og hvatningu til ungs Eyjafólks í tónlistarheiminum. Þá hef ég tekið virkan þátt í hvers kyns uppfærslum hvort sem það er með Leikfélaginu, á Eyjatónleikum, Blítt og létt eða með öðrum tónlistarhópum þar sem menningararfi Vestmannaeyja er gert hátt undir höfði. Ég hef í gegnum tíðina einsett mér það að nýta tónlistina til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og byggja upp sterkari einstaklinga og sterkara samfélag og tel ég að með jákvæðnina að vopni getum við haft enn meiri áhrif og nú vil ég leggja aukna á áherslu nýtingu tónlistar til þess að að bæta umhverfisvitund og umgengni um náttúruna.“

„Þróa nýjar leiðir og aðferðir úr hljóðum úr náttúru Eyjanna“

Þá kom fram hjá Birgi að árið 2024 verði viðburðaríkt. Þá kemur út hans þriðja sólóplata og ber hún nafnið “Eldur” þar sem hljóð úr náttúru Eyjanna skipa stóran sess.

„Fyrsta verk plötunnar Whales Of Iceland/Hvalalagið er komið í dreifingu og hefur vakið verðskuldaða athygli, þar eru hvalahljóð úr Vestmannaeyjum í forgrunni, Hnúfubakar sem voru hér við Eyjar í fyrra og svo mjaldrarnir Litla grá og Litla hvít lita hljóðheiminn á sinn einstakan hátt.
Ég hef verið að þróa nýjar leiðir og aðferðir úr hljóðum úr náttúru Eyjanna og vonast til að geta skapað einstök tónverk sem munu leiða hróður Vestmannaeyja um langan veg og vekja athygli á einstakri náttúru og umhverfi. Framundan er að geta hlúð betur að listsköpun og áhugaverðum verkefnum á vettvangi listarinnar og er markmiðið að vinna að einstakri tónlist sem mun skara fram úr og haft djúp áhrif á listasögu og menningu Vestmannaeyja.“

Birgir Nielsen bæjarlistamaður Vestmannaeyja